Samfélagið á ekki að sitja uppi með glæpamenn eins og Mohamad Kourani

Samfélagið á ekki að þurfa að þola það að sitja uppi með glæpamenn frá útlöndum eins og Mohmad Kourani sem brotið hefur ítrekað af sér eða í um 100 skipti frá því hann kom hingað til lands sem hælisleitandi árið 2018. Ef tillaga Flokks Fólksins hefði verið samþykkt á Alþingi væri Kourani löngu farinn héðan. Þetta segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segir að ef breytingartillaga Flokks fólksins við útlendingalögin sem sneri að brottvísun þeirra hælisleitenda sem brytu af sér hér þá væri fyrir löngu búið að senda menn eins og Kourani úr landi. Hins vegar hafi dómsmálaráðherra, sem ætlar að leggja fram samskonar tillögu, hafnað breytingartillögu Flokks fólksins þá og látið að því liggja að ekki væri hægt að samþykkja hana vegna lagatæknilegra atriða.

Ríkisstjórnin ber fulla ábyrgð á svona manni

Inga bendir á að það sé ríkisstjórnin sem beri fulla ábyrgð á því ófremdarástandi sem ríkir hér á landi í útlendingamálum þó ríkisstjórnin virðist ekki vilja axla þá ábyrgð og einmitt þess vegna situr nú þjóðin uppi með Mohamad Kourani. Hann hefur hótað almennum borgurum, saksóknara og dómurum lífláti og lætur öllum illum látum í fangelsinu með þeim afleiðingum að það þarf fjóra fangaverði til þess að vakta hann með tilheyrandi kostnaði.

Erlendir leigubílstjórar sem nauðga konum

Inga segir að þetta sé nú það ástand sem ríkisstjórnin hafi skapað með sínu aðgerðarleysi gagnvart málaflokknum og að auki sitji nú þjóðin uppi með hóp erlendra leigubílstjóra sem hafa orðið uppvísir að því að svindla meðal annars á erlendum ferðamönnum sem veigra sér að koma til landsins vegna ástandsins. Þá séu einnig dæmi um að einhverjir úr hópi þessara erlendu leigubílstjóra hafi nauðgað konum sem hafi verið farþegar í bílum þeirra.

Íslenskir leigubílstjórar vöruðu við og höfðu rétt fyrir sér

Inga segir að þetta sé afleiðing þess að ekki hafi verið hlustað á íslensku leigubílstjórana sem vöruðu við því að svona gæti farið yrði leigubílalöggjöfin gefin frjáls og nú hafi viðvaranirnar ræst og séu orðin að stóru vandamáli sem ekkert sé tekið á.

Hlusta má á ítarlegri umræður um útlendingamálin í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila