Samfélagið ekki byggt upp fyrir venjulegt fólk

Ásta Lóa Þórsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.

Íslenskt samfélag hefur ekki verið byggt upp á þann hátt að það sé fyrir venjulegt fólk sem vill geta lifað af á sínum launum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ástu Lóu Þórsdóttur formanns Hagsmunasamtaka heimilanna og Vilhjálms Bjarnasonar varaformanns samtakanna í þætti Markúsar Þórhallssonar. Þau benda á að enn sé fjöldi fólks sem ekki hafi náð að rétta hlut sinn eftir hrun og fólk sé afar ósátt við framgöngu banka og fjármálafyrirtækja “ og þessi framkoma þessara fyrirtækja gagnvart fólki fór fram með leyfi stjórnvalda, fólk er enn mjög ósátt og við erum líka enn mjög ósátt„,segja þau Vilhjálmur og Ásta. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila