
Samfélagsmiðlar á borð við TikTok og Youtube hafa haft þau áhrif á skákíþróttina að áhugi á henni hefur stóraukist. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ríkharðs Sveinssonar formanns Taflfélags Reykjavíkur og Eiríks Björnssonar framhaldsskólakennara í þættinum Við skákborðið í dag en þeir voru gestir Kristjáns Arnar Elíassonar.
Þeir félagar segja margar ástæður vera fyrir því að áhugi ungs fólks á skák hafi aukist verulega á undanförnum tveimur árum. Þeir nefna Covid faraldinn en fólk tefldi mikið á netinu í samkomubanninu, hina geysivinsælu Queen’s Gambit þáttaseríu frá Netflix en langstærsti þátturinn sé sennilega áhrif samfélagsmiðla.
„Svo eru það virðbuðir sem eru í gangi á TikTok sem útskýra m.a. þessa sprengingu í áhuga fólks á skák. Tiltekinn aðili, svo dæmi sé tekið, sem hafði milljónir fylgjenda fékk allt í einu mikinn áhuga á því að tefla og það kveikti einnig áhuga fylgjenda hans á skákinni,“ sagði Eiríkur.
Þá segja þeir að fjölmargir áhrifavaldar séu einnig á Youtube og virðist lítið lát vera á þessum gífurlega áhuga ungs fólks á skákinni sem íþrótt og afþreyingu.
Í þættinum fjölluðu þeir Kristján Örn, Ríkharður og Eiríkur um Reykjavíkurskákmótið sem hófst í Hörpu í dag. Hér fyrir neðan má finna tengla á upplýsingar um mótið og vinsæla áhrifavalda sem tefla á mótinu. Áhrifavaldarnir streyma beint frá mótinu, fjalla um mótið eftir hverja skák og segja frá heimsókn sinni til Íslands og því sem þeir taka sér fyrir hendur:
Heimasíða mótsins Reykjavikopen.com
Mótið á chess-results
Útsendingar skáka á Chess.com
Útsendingar skáka á Chess24
Vinsælir áhrifavaldar sem sýna frá mótinu:
https://www.twitch.tv/annacramling
https://www.twitch.tv/botezlive (fylgjendur eru yfir 1.3 milljónir)
https://www.twitch.tv/gingergm
https://www.twitch.tv/thebelenkaya