Samfélagsmiðlar þagga niður tölvupósthneyksli Biden

Samfélagsmiðlar hafa reynt markvisst að þagga niður tölvupósthneyksli Joe Biden en eins og kunnugt er fannst tölvupóstur sem varpaði ljósi á ósannindi Joe Biden um vafasöm viðskipti Hunter Biden sonar Joe. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

New York Post birti fréttir af málinu og brugðust samfélagsmiðlar á borð við Twitter og Facebook við með því að gera fréttina ósýnilega til að koma í veg fyrir dreifingu hennar. Fjölmargir hafa gagngrýnt viðbrögð samfélagsmiðla og segja þá stunda grímulausa ritskoðun, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem samfélagsmiðlar bregðast við óþægilegum fréttum á þennan hátt. Eins og kunnugt er hefur Twitter ítrekað bæði eytt og stöðvað dreifingu á færslum þekktra notenda sinna, meðal annars Donald Trump forseta Bandaríkjanna.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila