Samfylkingin með mest fylgi en fylgið hrynur af VG

Samfylkingin er með 30% fylgi ef kosið væri nú en fylgið hrynur af Vinstri grænum sem mælast aðeins með 5,7% og því hefur flokkurinn misst rúmlega það fylgi sem hann hafði í síðustu kosningum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem fylgi flokkanna var mælt.

Samkvæmt könnunni myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 20,4%, Píratar fengju 9,6% og Miðflokkurinn sem er fjórði hæsti í þessari könnun fengi 8,6%. Á eftir Miðflokknum kemur Framsóknarflokkurinn með 8,1% og Viðreisn fengi 7,9%. Flokkur fólksins mælist með 5,7% í þessari könnun og á eftir honum koma Vinstri grænir með sömuleiðis 5,7% og restina rekur svo Sósíalistaflokkur Íslands með 3,9%.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila