Samningar hafa náðst um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs

Samningar hafa náðst milli Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A í Póllandi um lokauppgjör vegna smíði ferjunnar en harðar deilur hafa staðið yfir vegna málsins undanfarnar vikur. Í tilkynningu frá Vegaferðinni segir að í núverandi sáttagerð hafi Vegagerðin fallist á að greiða stöðinni viðbót við smíðaverð upp á 1,5 milljónir Evra auk þess að falla frá kröfu um tafabætur að andvirði 2 milljóna evra. Það er álit Vegagerðarinnar að með þessu sé fram komin lausn sem báðir aðilar geta við unað um leið og forðað verði  frekara tjóni vegna tafa á afhendingu skipsins.  “Vegagerðin fagnar því að þessi óvenjulega deila er leyst og að það styttist að nýr Herjólfur komi til landsins.  Það er langþráð tilhlökkunarefni að fá nýtt skip í siglingar milli lands og Eyja og bæta þannig samgöngur á þessari mikilvægu siglingarleið.”,segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila