Samningur í byrjun hefði bjargað Úkraínu – sem núna tapar í staðinn

Úkraína tapar stríðinu gegn Rússlandi segir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Samkomulag í byrjun hefði getað bjargað landinu. Vesturlönd hafa höndlað Úkraínustríðið á klaufalegan hátt.

Trump er staðráðinn í því að binda enda á stríðið innan 24 klukkustunda með „sanngjörnum“ samningi. Að sögn fyrrverandi forseta hefði mátt semja mun fyrr.

Friður var í augnsýn en Vesturlönd ætla að mylja Rússland og Pútín

Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur upplýst að góðar líkur hafi verið á friði milli Rússlands og Úkraínu skömmu eftir upphaf stríðsins í febrúar síðastliðnum en að Vesturlönd hafi hætt viðræðum vegna þess að þeir vildu reyna að mylja Rússland og Vladimír Pútín. Donald Trump segir í viðtali við sjónvarpsstöðina NBC (sjá myndskeið að neðan):

„Þannig að þeir hefðu getað gert samning, með minna [töpuðu] landsvæði en Rússland hefur þegar tekið. Þeir hefðu getað gert samning þar sem enginn var drepinn, þar sem þeir hefðu haft úkraínskt land. Núna veit enginn einu sinni hvort Úkraína verður alfarið yfirtekin. Það sem er í gangi er eyðilegging Úkraínu.“

Falsfréttamiðlarnir segja ekki lengur frá stríðinu

Miklu færri fréttir berast af Úkraínustríðinu í meginmiðlum og Zelenskí talar um mikið mannfall og að það verði enginn hamingjusamur endir. Trump sagði:

„Leyfðu mér að segja þetta. Eitthvað er að gerast sem ekki gott fyrir Úkraínu, vegna þess að falsfréttamiðlar segja ekki lengur frá stríðinu. Þeir tilkynna ekkert lengur. Þú sérð ekki margar fréttir. Það þýðir að Úkraína tapar.“

Trump vill að hætt verði við að drepa fólk

Trump bendir á að afstaða hans til Úkraínustríðsins sé sú, að hann vilji sjá fólk hætta að vera drepið. Svo hvoru megin stendur hann? Hann stendur með því að fá fólk til að hætta að deyja, segir hann.

„Ég vil ekki sjá fólk drepið. Þeir eru drepnir í þúsundum, þúsundum, þúsundum saman. Það er sú hlið sem ég stend á. Fólki líkar þetta svar. Ég vil að fólk hætti að vera drepið.“

Sjá má viðtalið við Trump hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila