Scholz er sagður hafa skipt um skoðun: „Það verður að finna sameiginlegan grundvöll með Pútín“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti t.v. og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands t. h. 15. febrúar 2022 (mynd: Kremlin.ru).

Rússar hefja aftur samstarf um kornaflutninga frá Úkraínu

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er sagður hafa „breytt afstöðu sinni“ varðandi Úkraínustríðið og vilji núna finna sameiginlegan grundvöll með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að binda enda á stríðið. Þetta segir Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands samkvæmt Reuters.

Einn af örfáum stjórnmálaleiðtogum, sem virðast stuðla að friðarviðræðum í Úkraínustríðinu er Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Hann segist hafa rætt við Volodymyr Zelenskiy forseta Úkraínu um kornsendingarnar frá Úkraínu. Rússar hafa samþykkt að vinna aftur samkvæmt kornsamningnum, sem hefur minnkað hina alþjóðlegu matvælakreppu nema að Rússar verði fyrir fleiri árásum frá úkraínska hernum. Rússar áskilja sér rétt til að yfirgefa samninginn, ef Úkraína notar aftur mannúðargöngin í hernaðarlegum tilgangi, segir Tass.

Að sögn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta hefur Tyrkland tilkynnt rússneska varnarmálaráðuneytinu, að Úkraína hafi gefið loforð um að göngin verði ekki notað í slíkum tilgangi. Vladimír Pútín sagði:

„Ég hef gefið varnarmálaráðuneytinu fyrirmæli um að taka aftur fulla þátt í þessu samstarfi. Samtímis áskiljum við okkur rétt til að falla frá samningnum, ef Úkraína rýfur þessar tryggingar. Allir vita að Úkraína notaði því miður þessi mannúðargöng til að ráðast á Svartahafsflota Rússlands. Af því tilefni ákváðum við að hætta þátttöku í þessum kornsendingum.“

Segir Olaf Scholz kanslara Þýskalands hafa skipt um skoðun 

Að sögn Erdogan vill Pútín, að fyrstu sendingarnar verði sendar til Afríkuríkja eins og Djíbútí, Sómalíu og Súdan, vegna þess að þar sveltur fólk um þessar mundir. Ástandið í þessum löndum er alls ekki gott, sagði Erdogan við tyrknesku sjónvarpsstöðina ATV á miðvikudag, að sögn Reuters, og bendir á að sendingar þurfi að komast til Afríku. Erdogan er sagður hafa rætt við Zelensky einmitt um það.

Og ekki nóg með það. Erdogan er einnig sagður hafa sagt, að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands „hafi breytt afstöðu sinni og sagt að menn yrðu að finna sameiginlegan grundvöll með Pútín til að binda enda á stríðið í Úkraínu“ skrifar Reuters.

Þetta sagði Erdogan samkvæmt þýðingu Tass/Daily Sabah:

„Samningaviðræður leiðtoganna skipta sköpum til að leysa vandamál. Jafnvel Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafði allt aðra afstöðu til Pútíns fyrir mánuði síðan en hefur núna skipt um skoðun gagnvart Rússlandi og er talsmaður þess að finna sameiginlegan flöt.“

En hvort það sé raunverulega rétt á eftir að koma í ljós, þar sem hingað til hefur enginn viljað gefa eftir í stöðunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila