Seðlabankar heims hamstra gull – búa sig undir óróleika á fjármálamörkuðum

Seðlabankar heims bættu gullforðabúr sín með 651,6 tonnum árið 2018 sem er 74% aukning miðað við 2017 skv. ársskýrslu World Gold Council. Seðlabankarnir hafa ekki undirbúið sig fyrir órólega tíma í ríkara mæli síðan 1971, þegar Nixon aðskildi dollarann frá gullbindingu. Vopnaskak Íran og Brexit eru nefndar sem ástæður fyrir óróleika fjármálamarkaða. Sumir fjárfestar nefna einnig að nýtt stafrænt greiðslufyrirkomulag í alþjóðaviðskiptum, sem er í undirbúningi, muni ýta Bandaríkjadal til hliðar sem alheimsgjaldmiðli seinna í ár og kynda undir gjaldmiðlastríð.
Eftirspurn eftir gulli var 4 345 tonn í fyrra og fara um 2 200 tonn í skartgripi, rúm þúsund tonn í fjárfestingu og rúm 330 tonn í tækniiðnað. Heimsmarkaðsverð á gulli er í dag 5 045 kr grammið eða rúmar fimm milljónir kr fyrir kílóið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila