Seðlabankastjóri ESB: Verðbólgan „kom úr engu“ og Pútín „er stjórnað af illum öndum“

Christine Lagarde (mynd: WEF/ Moritz Hager CC 2.0).

Óðaverðbólgan í Evrópu kom að mestu leyti „úr engu“ og er vegna stríðsins í Úkraínu, sagði Christine Lagarde, Seðlabankastjóri ESB í viðtali við RTE að sögn Politico. Lagarde hélt því fram, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri „sjúkur og ógnvekjandi og stjórnað af illum öndum.“ Christine Lagarde ræddi meðal annars um óðaverðbólguna á írsku fréttastöðinni RTE „Late Late Show“ s.l. föstudag og fullyrti, að verðbólgan „hafi nokkurn veginn komið upp úr engu.“

Leggur áherslu á stríðið

Á fimmtudaginn hækkaði ECB vextina um önnur 0,75 prósentustig sem þýðir að stýrivextir eru nú 2 %. Vextir hafa ekki verið jafn háir síðan 2009. Þetta er gert til að berjast gegn verðbólgu, sem Lagarde telur vera vegna Úkraínustríðsins og óvæntum og hröðum efnahagsbata eftir heimsfaraldurinn svokallaða. Að sögn Seðlabankastjórans er Vladimír Pútín Rússlandsforseti að reyna að skapa glundroða og eyðileggja eins mikið og mögulegt er í Evrópu. Orkukreppan, sem kom upp í kjölfar refsiaðgerða ESB gegn Rússlandi, hefur leitt til „stórfelldrar verðbólgu“sem verður að vinna bug á“ bendir hún á.

„Allir sem haga sér þannig hljóta að vera knúnir áfram af illum öndum“ sagði Lagarde um Pútín í RTE og benti á að hinn „sjúki“ Rússlandsforseti væri „ógnvekjandi manneskja.“

Pútín var með „blikkandi, ískalt augnaráð“

Hún hélt því fram með vísan til fyrri funda með Vladimir Pútín, að „hann hafi ekki verið eins veikur þá og hann er í dag“ útskýrði hún samkvæmt Bloomberg. Pútín var með „blikkandi, ískalt augnaráð augu.“

Per-Olof Eriksson fyrrverandi forstjóri Sandvik og viðskiptafræðingur sagði í viðtali við Swebbtv þegar í desember 2021, þegar rætt var um alla þær gífurlegar upphæðir af nýjum peningum sem urðu til í „faraldrinum“ með 0 % vöxtum.

„Það er öruggt vandamál. Þetta er bara spurning um hvernig á að leysa það og hversu erfitt það verður. Ef þú hægir ekki á þér mun það leiða til óðaverðbólgu og þá verður að hækka vexti. Og þessi umskipti verða sársaukafull. Þegar svona grundvallarverðbólga er á leiðinni, þá er eina leiðin til að stöðva hana með því að peningar munu kosta peninga ef svo má að orði komast.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila