Segir aðildarumsókn Íslands að ESB enn í fullu gildi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður og þingmaður Viðreisnar segir að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregið til baka, heldur hafi hún einungis verið setta í biðstöðu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Þorgerður segir hægt að vekja upp aðildarumsóknina með einföldum hætti, enda sé hún enn gild þar sem þingið hafi ekki samþykkt afturköllunina á sínum tíma, heldur hafi þáverandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson haldið utan til þess að stöðva viðræður, umsóknin sé þó enn í fullu gildi. Síðar í þættinum ræddu Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson nánar um málið og benti Arnþrúður á að fyrirarar hefðu þurft að fylgja umsóknaraðildinni þegar sótt var um aðildina árið 2009, þar sem Ísland sé bundið þjóðarrétti. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila