Segir ekki í boði að stóreignamenn sölsi undir sig jarðir og hlunnindi

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.

Það er ekki í boði að stóreignamenn og braskarar geti vaðið um héruð og keypt upp jarðir og réttindi þeim tengd.” Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu og sveitarstjórnarráðherra á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fram fór nú í kvöld. Tilefni ummæla Sigurðar var orkupakkamálið sem var meðal annars rætt á fundinum. Sigurður segir að kallað hefði verið eftir því af þjóðinni að íslenskir stjórnmálamenn stæðu vörð um íslenskar orkuauðlindir ” Þar er sýn okkar skýr. Það er ekki í boði að stóreignamenn og braskarar geti vaðið um héruð og keypt upp jarðir og réttindi þeim tengd. Hvorki innlendir né erlendir hvort sem þeir séu innan EES svæðis eða utan. Í því er unnið hörðum höndum að styrkja lagaumhverfi í kringum jarðir. Það er því ljóst að þær áhyggjur sem margir hafa snúa að íslenskri pólitík.EES-samningurinn og ESB koma þar hvergi nærri. Við höfum hlustað á áhyggjuraddir og því hefur verið stigið lengra í því að vernda íslenska hagsmuni. Frá því við hittumst síðan hefur verið unnið hörðum höndum að því að tryggja hagsmuni Íslands, meðal annars með því að sækja yfirlýsingar frá ESB og sameiginlegu EES- nefndinni. Þær eru ekki einhliða fyrirvarar okkar” sagði Sigurður í ræðu sinni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila