Segir mikla skynsemi að finna í fjárlagafrumvarpinu

Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Fjárlagafrumvarpið einkennist af mikilli skynsemi og vonandi sér verkalýðsforustan vonarglætuna sem í því felst. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Willum Þórs Þórssonar þingmanns Framsóknarflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Willum segir að hann hafi búist við því að verkalýðsforustan myndi koma fram með gagnrýni á fjárlagafrumvarpið en hann segir frumvarpið svara því sem kallað hafi verið eftir ” þarna er verið að koma til móts við þær kröfur sem settar hafa verið fram en jafnframt verið að halda jafnvægi í ríkisfjármálunum, það er mikil skynsemi í þessu frumvarpi“,segir Willum. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila