Segir ofvaxið og spillt fjármálakerfi ráða ríkjum í Evrópusambandinu

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins.

Erfiða stöðu evrulanda má rekja til þess að ofvaxið og spillt fjármálakerfi ræður ríkjum innan Evrópusambandsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Jón gagnrýndi harðlega forsvarsmenn Evrópusambandsins í þættinum sem hann segir vera spillta og segir furðu sæta að þeir hafi verið settir í það hlutverk sem þeir séu í “ ofvaxið og spillt fjármálakerfi ræður pólitíkinni í Evrópusambandinu táknrænt með því að taka inn mann eins og þennan Juncker fyrrum fjármálaráðherra og forsætisráðherra Luxemburg, sem er maðurinn sem gerði Luxemburg að mesta skattaskjóli Evrópusambandsins og stendur þar gegn öllum breytingum sem eiga að taka á því„,segir Jón Baldvin. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila