Segir spilað á samvisku leikskólastarfsmanna

Sigurgyða Þrastardóttir.

Það er spilað inn á samvisku leikskólastarfsmanna í þeim tilgangi að halda í starfsmennina á sama tíma og störf þeirra eru ekki metin að verðleikum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurgyðu Þrastardóttur leikskólastarfsmanns í þættinum Annað Ísland í dag en hún var meðal gesta Gunnars Smára Egilssonar. Sigurgyða segir að þrátt fyrir að spilað sé á samvisku starfsmanna sé gefandi og gaman að vinna á leikskóla ” það er búið að gera bara ráð fyrir að þetta sé okkar skylda og ef maður sé ekki í þessu starfi sé maður að bregðast börnunum, og þannig er spilað á tilfinningar og samvisku starfsmanna“,segir Sigurgyða. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila