Segir stjórnvöld ekki meðvituð um það sem er að gerast í samfélaginu

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri.

Stjórnvöld, fyrir utan einn ráðherra eru ekki meðvituð um það sem er að gerast í samfélaginu og hafa því litla yfirsýn þegar kemur að kjaramálum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra í þættinum Annað Ísland í dag en hann var gestur Gunnars Smára Egilssonar. Styrmir segir lykilatriði að bakka með ákvarðanir kjararáðs til þess að til verði grundvöllur til viðræðna við verkalýðshreyfinguna. Í þáttinn komu einnig þau Heiðveig María Einarsdóttir og Vilhjálmur Birgisson og ræddu þau einnig stöðuna í verkalýðshreyfingunni og á vinnumarkaði. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila