Segir þöggun einkenna orkupakkamálið

Inga Sæland.

Í upphafi orkupakkamálsins um þriðja orkupakkans árið 2009 áttu þáverandi stjórnvöld að fara fram á að vera undanþegin öllu orkumálabrölti, og að þöggun einkenndi málið nú. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland þingmaður og formaður Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Inga bendir á að Ísland hafi sérstöðu hvað orkumál varðar og á það hafi verið bent, meðal annars af Bjarna Benediktssyni, sem nú situr í þeirri ríkisstjórn sem vinnur að því að þrýsta orkupakkamálinu í gegn “hann sagði þá að við hefðum ekkert inn á þennan sameiginlega markað að gera og sagðist ekkert skilja í því að ákveðnir þingmenn vildu koma okkur þangað“,segir Inga. Inga segir þöggun einkenna málið nú ” það er þöggun yfir þessu og það á að reyna að gera allt til þess koma í veg fyrir að heildarmyndin sé dregin fram, hvert sé meginmarkmiðið með innleiðingu allra þessara orkupakka“. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sem einnig var gestur í þættinum segir að það sé engu líkara að verið sé með orkupakkamálinu verið að reyna að koma Íslandi bakdyramegin inn í Evrópusambandi ” það læðist auðvitað að manni sá grunur, þetta lítur að minnsta kosti þannig út“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila