Segir viðurlög við brotum á dýraverndunarlögum of væg – Blóðmerarhald á að banna

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Það er þörf á að endurskoða dýraverndunarlögin og sérstaklega taka á þeim þætti hvað viðurlög varðar. Þetta kom fram í máli Ingu Sæland formanns og þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga hefur frá því á síðasta kjörtímabili verið með frumvarp í vinnslu á þingi sem bannar blóðmerarhald verði það að lögum og segir málið eitt af þremur forgangsmálum flokksins og segir að myndband sem svissnesk dýraverndunarsamtök birtu á dögunum og sýnir hvernig farið er með íslenskar blóðmerar vera skelfilegt en segi sína sögu um hvernig þessum málum sé háttað og segir fyrirtækið Isteka sem vinnur hormón úr blóðinu til svínakjötsframleiðslu sýna allt aðra mynd en raunin sé.

Bendir Inga til dæmis á að sjálfur forstjóri Isteka hafi sést á þeim myndböndum sem dýraverndarsamtökin birtu:

og hann var algjörlega meðvitaður um meðferðina á hrossunum sem þar fór fram“ segir Inga.

Hún bendir á að íslenski hesturinn sé dáður um heim allan og að ræktun hans og sala til erlendra aðila gefi af sér milljarða á ári og að málið séu miklir álitshnekkir og spilli fyrir þeim sem stunda hrossaviðskipti, sem sé miklu heilbrigðari búskapur heldur en blóðmerarhald.

á meðan er þetta blóðmerarhald að kasta mikilli rýrð á okkur og eru miklir álitshnekkir fyrir land og þjóð og það er hreint og klárt dýraníð og alger viðbjóður sem fer fram í þessu myndbandi“ segir Inga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila