Sameiginleg vopnainnkaup aðildaríkja ESB í fyrsta sinn

T.v. Einn af eilífum fundum búrókratanna í Brussel, í þetta sinn var í fyrsta skipti ákveðið sameiginleg vopnainnkaup aðildarríkja ESB til Úkraínu. Stríðið ýtir undir enn frekari samþjöppun valds í Brussel. T. h. má sjá stórskotaliðs fallbyssu Caesar sem notuð er í Úkraínu. (Mynd: Josep Borell/Twitter/Mill.gov.ua/CC 4.0).

Í fyrsta sinn í sögunni standa aðildarríki ESB sameiginlega að vopnakaupum. Meðal annars kaupir ESB milljón skota fyrir stórskotalið úkraínska hersins og aðrar vopnabirgðir.

Josep Borell, utanríkiskommissjóner Evrópusambandsins er himinlifandi:

„Þetta er söguleg ákvörðun. Aðildarríkin eru sammála um að afhenda eina milljón stórskotaliðskota innan tólf mánaða. Við erum með þriggja þrepa lausn.“

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, átti frumkvæðið að sameiginlegum kaupum ESB í febrúar og núna hafa leiðtogar sambandsins komist að samkomulagi um hvernig innkaupin verða gerð í þriggja þrepa líkani.

Milljörðum evra dælt í vopnaiðnaðinn gegn Rússlandi

Fyrsta skrefið er að borga þeim ESB-ríkjum sem framleiða skotfæri fyrir úkraínska herinn einn milljarð evra (rúmlega 150 milljarðar íslenskar krónur). Annað skrefið er að ESB-ríkin borga í sameiningu einn milljarð evra fyrir stórskotaliðsskot sem fara beint til Úkraínu. Þriðja skrefið snýst um að auka nýframleiðslu skotfæra innan ESB. Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar segir:

„Þetta var mjög mikilvæg ákvörðun vegna mikilvægi þess að styðja Úkraínu – og það er forgangsverkefni sænskrar formennsku ESB. Það sem er mikilvægt núna er, að við bregðumst hratt og sameiginlega við. Þegar við sameinumst í stórum innkaupum, þá eru líka meiri möguleikar á að fá forgangsröðun.“

Svíar auka vopnaframleiðsluna

Hann útilokar ekki, að Svíar auki vopnaframleiðslu sína og staðfestir að samræður hafa verið við fyrirtæki í vopnaiðnaðinum og „sérstaklega við við birgðadeild hersins.“

„Það er töluverð vinna í gangi bæði í Svíþjóð og öðrum Norðurlöndum sem eru ásamt Eystrasaltslöndunum og einnig Hollandi og Bretlandi að skoða, hvað við getum gert sameiginlega. Það er ekki nóg að eitt ríki bregðist við heldur þurfa fleiri að starfa saman á þessu sviði.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila