Sendiráð Svíþjóðar í Pakistan biðst afökunar á „íslamfóbíu“ í Svíþjóð

Eftir að ríkisstjórnin bað múslíma afsökunar, sem hugsanlega móðguðust eftir Kóranbrennu dansk-sænska Rasmus Paludan, þá sendir sænska sendiráðið í Pakistan frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum, þar sem alfarið er tekin afstaða gegn „íslamfóbískum aðgerðum öfga hægrimanna í Svíþjóð.“

Upprunalega báðust Ulf Kristersson (M) forsætisráðherra og Tobias Billström (M) utanríkisráðherra afsökunar og komu með orðið „íslamfóbía“ í samskiptum við múslimaheiminn en Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir afsökunarbeiðnina.

Í dag fylgdi sænska sendiráðið í Pakistan eftir afsökun sænsku ríkisstjórnarinnar og notar ekki aðeins orðið „íslamfóbía“ heldur segir Rasmus Paludan vera „hægri öfgamann“ vegna þess að hann notfærir sér sænska tjáningarfrelsið. Margir Pakistanar hafa þakkað sænska sendiráðinu fyrir afsökunina. Hér að neðan er tíst sænska sendiráðsins með textanum:

„Sænska ríkisstjórnin hafnar algjörlega þeim íslamfóbíska verknaði sem hægri öfgamaður framdi í #Svíþjóð. Þessi gjörningur endurspeglar á engan hátt skoðanir sænsku ríkisstjórnarinnar.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila