Sérstakt að setja á skatt vegna náttúruhamfara þegar við höfum hér hamfaratryggingu

Það er mjög sérstakt og reiði fólks er skiljanleg þegar settur hér er sérstakur skattur á húsnæðiseigendur vegna náttúruhamfara þegar það er til náttúruhamfara- tryggingasjóður sem á að dekka þann kostnað sem hlýst af tjóni vegna náttúruhamfara. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Björn segir að náttúruhamfara tryggingasjóður geti dekkað 100 milljarða af því 150 milljarða tjóni sem áætlað hefur verið ef Grindavík færi í algera rúst og ríkissjóður væri svo ábyrgur gagnvart afgangnum.

„það er því mjög áhugavert hvernig er verið að bæta við tekjustofni á öll heimili fyrir þennan varnargarð sem verið er að reisa þarna til þess að verja eignir í einkaeigu“

Hann segir þó góða hugmynd að reisa varnargarðinn til þess að koma í veg fyrir tjón á öðrum eignum t,d frostskemmdir ef svo illa færi að heita vatnið færi af.

Lög um ríkisábyrgðir eiga að virka vegna þessa tjóns

„en við erum líka með nokkuð sem heitir lög um ríkisábyrgðir og þau virka þannig að ef það er einhver einkaaðili sem starfar hér og ríkið lendir í því að bera einhvers konar ábyrgð vegna einkaaðila að þá eiga lög um ríkisábyrgð að gilda um það því fyrir þetta greiða einkaaðilar áhættugjald
“ segir Björn.

Hann segir að reynt hafi verið að spyrjast fyrir um það á þingi hvort lög um ríkisábyrgð ættu ekki að gilda hvað þetta varðar en svarið hafi verið að svo væri ekki og það hefði ekkert verið útskýrt frekar.
Björn segir þær yfirlýsingar að með þessu frumvarpi væri verið að hjálpa Grindvíkingum ekki eiga við því Grindvíkingum yrði hjálpað alveg óháð frumvarpinu enda sé náttúruhamfaratryggingin til staðar.

Verður að styðja Grindvíkinga

Hann segir að þjóðin sé stödd á afar undarlegum stað í ferlinu þar sem óvissa sé mikil en ljóst sé þegar tjónið er mjög mikið og að byggja þurfi upp mjög mörg hús. Enn hafi ekki komið gos og óvissan um hvort það verði sé einnig til staðar.

„mér finnst samt ekki hafa komið nógu mikið fram að þessu verður reddað sama hvað mun gerast“ segir Björn.

Þá segir Björn að það verði áhugavert þegar ástandið lagast og hægt verði að fara í uppbyggingu hversu hratt það muni gerast og þá sé stóra spurningin sú hvers vegna ekki hafi verið hægt að byggja svo hratt upp húsnæði miklu fyrr.

Hlusta má á viðtalið við Björn í spilaranum hér að neðan en í þættinum ræðir hann einnig um húsnæðismálin og WHO.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila