Setja þarf lög til að fyrirbyggja að erlendir auðmenn kaupi Ísland

Ísland bjó áður fyrr yfir lögum sem ættuð eru frá Danmörku sem komu í veg fyrir að auðmenn gætu sölsað undir sig jarðir en þau lög voru afnumin í tíð Guðna Ágústssonar þáverandi landbúnaðarráðherra sem ætlaði með frumvarpi að auðvelda bændum að geta selt jarðir sínar. Afnám lagana voru mistök og það þyrfi að endurvekja þessi lög sem nefndust girðingarlögin. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu.

Jón Baldvin segir að í Danmörku hafi lögin meðal annars kveðið á um að þeir sem keyptu jarðir yrðu að vera danskir ríkisborgarar, þeir þyrftu að hafa búið í Danmörku í að minnsta kosti 20 ár og þá var sú kvöð að þeir sem keyptu jarðir yrðu að búa á þeim.

Erlendir auðmenn kaupa hér jarðir í stórum stíl

Jón Baldvin segir að nú nokkuð mörgum árum eftir sé það orðið þannig, eins og menn þekkja, að hér séu erlendir auðmenn að kaupa upp jarðir í stórum stíl og eigi nánst orðið heilu héruðin, þetta megi til dæmis sjá á jarðarkaupum Ratcliff sem nú eigi gríðarmargar jarðir og laxveiðiár á norðausturlandi.
Þá séu enn aðrir auðmenn sem hafi keypt stór svæði ofan Víkur í Mýrdal og svona hefur þróunin haldið áfram

Verður að setja lög sem girða fyrir svona fjárfestingu

Jón Baldvin segir að það væri rétt að endurvekja þessi lög eða að minnsta kosti setja önnur sambærileg þeim sem voru hér áður til þess að koma í veg fyrir að erlendir auðmenn geti hreinlega keypt Ísland með húð og hári.

Kaupa Bandaríkin Ísland ?

Bendir Jón Baldvin á að Donald Trump hafi eitt sinn velt þeirri hugmynd fyrir sér að Bandaríkin gætu keypt Grænland eins og þau keyptu Alaska á sínum tíma og velti Jón þeirri spurningu upp hvort það væri nokkuð í dag sem gæti komið í veg fyrir að Bandaríkin gætu keypt Ísland sýndist þeim svo.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila