Seymour Hersh deilir áhyggjum af því hvað Bandaríkin gætu gert næst í Úkraínudeilunni

Hinn gamalreyndi, verðlaunaði rannsóknarblaðamaður, Seymour Hersh, segir að Bandaríkin gætu farið í bein stríðsátök við Rússland, ef þau sjá að Úkraína fer halloka í stríðinu. Hersh talaði á fundi Lýðveldisnefndarinnar í Washington fyrr í vikunni og benti m.a. á, að Bandaríkin „hefðu gert heimskulega hluti“ í Víetnamstríðinu og lagði til, að Bandaríkin gætu „reynt eitthvað annað“ í Úkraínustríðinu.

„Ég veit ekki hvað gerist ef það fer illa fyrir Úkraínu, þið hafið allan þennan mannskap“ sagði Seymour Hersh og benti á að Bandaríkin hafi sent herdeildir nærri úkraínsku landamærunum samtímis sem „fullt af vopnum og hergögnum streyma til Evrópu.“ Hersh sagði án þess að gefa upp heimildir sínar:

„Mér er tjáð að sagt verði, að þetta sé Nató, við séum að styða Nató í sókn gegn Rússum en það mun ekki blekkja heiminn… Þetta erum við að berjast gegn Rússlandi.“

Pútínhatrið fær bandaríska embættismenn til að „gera heimskulega hluti“

Að sögn Hersh er „aðalatriðið“ að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn að komast að samkomulagi við úkraínsk stjórnvöld. „Samkomulag um afvopnun, sem verður óframkvæmanlegt fyrir okkur“ sagði blaðamaðurinn og bætti við, að rússneski leiðtoginn „hafi ekki enn komið með aðalherinn“ inn í átökin. „Við gætum verið að blekkja okkur um hvað er í gangi þarna hvert það leiðir.“

Hann minntist á orrustuna við Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni, þegar sovéskir hermenn urðu fyrir miklu tapi en stóðu samt uppi sem sigurvegarar að lokum. „Sjáið til. Eigum við virkilega að komast upp á kantinn við þessa menn? Ég held það ekki.“

Deila