Siglingarleyfið tekið af Watson

Greinilega hafa yfirvöld bæði í Færeyjum og á Jamaíku betri skilning á hvalveiðum en íslensk yfirvöld en margir vinna hörðum höndum við að bjarga verðmætum og nytja það sem náttúran býður upp á án þess að ganga um of á stofna dýraríkisins. Myndin sýnir hluta bókarkápu sögunnar um Móbý Dick sem margir eldri muna eftir. Áhættan við hvalveiðar hefur að sjálfsögðu minnkað síðan þá með nútíma veiðitækni. (Mynd Moby Dick in art CC 4.0.)

Jamaíka hefur strikað John Paul DeJora úr skipakránni. Gerðist það eftir að skipið braut færeysk lög og fór inn í landhelgi Færeyja. Skipið er skrásett í Jamaíka sem brást við tilkynningu um lögbrot skipsins við Færeyjar, sem ætlaði að reyna að stöðva hvalveiðar Færeyinga. Á Íslandi vann Svandís Svavarsdóttir verkið fyrir Watson og eyðilagði líf fjölda fjölskyldna með skyndilegu hvalveiðibanni, svo hann þurfti ekki að grípa til aðgerða hér.

Í frétt KVF í dag kemur fram að siglingaleyfi skipsins hefur verið afturkallað og skipið getur því ekki lengur siglt undir jamaísku flaggi. Það staðfestir Pual Watsson sjálfur í dag og er illur út í yfirvöld á Jamaíku, sem hann segir að sé ekki treystandi. Hann skrifar á Facebook:

„Smá kvörtun frá færeyskum yfirvöldum dugði til að Jamaíka valdi að taka okkur út af skipaskránni. Við höfum þörf á fána sem við getum treyst og yfirvöld sem skilja þýðingu aðgerða okkar.“

Skipið er núna í höfn í Hull og getur sig hvergi hreyft. Nóg olía var til ferðarinnar fram og til baka og núna segir Watson, að farið verði yfir aðalvél skipsins á meðan skipið liggur í höfn í Hull í Bretlandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila