Sigmundur Davíð Gunnlaugsson valinn maður ársins 2016 á Útvarpi Sögu

madurarsins-002Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra var í dag valinn maður ársins 2016 á Útvarpi Sögu. Arnþrúður Karlsdóttir afhenti Sigmundi viðurkenningargrip af því tilefni eftir að hafa lesið upp inngangsorð að afhendingunni en þetta er í 14 skipti sem maður ársins er valinn af hlustendum stöðvarinnar. Hér fyrir neðan má lesa inngangsorð Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra:
Góðir hlustendur, Þá er komið að þeim árvissa viðburði á Útvarpi Sögu að tilkynna um mann ársins sem hlustendur stöðvarinnar hafa valið. Þetta er í 14 skipti sem við útnefnum mann ársins  en sá síður hefur haldist hjá mörgum fjölmiðlum undanfarin ár. Árið 2016 hefur verið mikið fréttaár og hefur verulega á það reynt að fjölmiðlar hafa gríðarleg áhrif á viðhorf og skoðanir fólks.
Hlutverk fjölmiðla er skýrt, fjölmiðlar eiga að segja fréttir en ekki búa þær til með hæpnum heimildum en reyndin er sú að hér á Íslandi hefur ný tegund fjölmiðlunar leikið stöðugt stærra hlutverk inná samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum netmiðlanna, ásamt nafnleysingjum netmiðlanna.
Fjölmiðlar eiga að draga upp mynd af þjóðflelaginu eins og það í raun er en ekki endurspegla hugmyndir um draumasamfélagið. Fjölmiðlayfirvöldum hefur ekki tekist að skapa fullnægjandi starfsumhverfi og samkeppnisumhverfi fjölmiðla hér á landi. Því er nánast ekki hægt að tala um alvöru rannsóknarblaðamennsku og því birtast tilraunir blaðamanna oftar en ekki sem mislukkaðar árásir á tiltekna einstaklinga í þjóðfélaginu sem fara gegn tilteknum viðhorfum og áætlunum.
Fjölmiðlar eiga ekki að láta falda valdið á Íslandi ráða því hverjir eru teknir fyrir og hverjir sleppa við umræðuna. Það er vont til þess að vita að menn í nafni blaðamennsku setji sér þau markmið að ganga frá einstaklingum, ætli sér að rústa mannorði og lífi viðkomandi um alla framtíð, Taka menn úr umferð og taka menn niður eins og það er kallað, já og ganga frá viðkomandi. Jafnvel gera slíkir blaðamenn kröfu til þess að verða heiðraðir og hljóta blaðamannaverðlaun, all í nafni rannsóknablaðamennsku. Það er enginn undanskilin þegar slík herferð fer af stað og það þarf gríðarlega sterk bein til þess að þola alla þá ósanngirni sem slíku fylgir í annars okkar fámenna en ágæta landi.  
Sá sem hefur hvað mest mátt þola ósvífni af hálfu fjölmiðla og netmiðla á árinu 2016 er maður ársins á  Útvarpi Sögu Maður ársins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra Fyrrum formaður Framsóknarflokksins og núverandi alþingismaður Sigundur Davíð Gunnlaugsson  hefur fengið að líða fyrir að hafa barist fyrir þjóð sína gegn Icesave sem frægt er orðið- Hann stöðvaði umsóknarferli Íslands inni Evrópusambandið- Sigmundur Davíð kom í gegn skuldaleiðréttingu fjölmargra heimila. Sigmundur Davíð setti vogunarsjóunum stólinn fyrir dyrnar í mikilli óþökk fármálaaflanna í landinu. Hann hefur sýnt og sannað að hann vill þjóð sinni vel og vék til hliðar úr stóli forsætisráðherra til þess að skapa frið í þjóðfélaginu. Sigmundur Davíð varð fyrir aðför að hálfu ríkisútvarps allra landsmanna og í raun var það aðför að stjórkerfi landsins.
Allt kom fyrir ekki  Stjórnarandstaðan vildi kosningar og fékk þær en ekki vildi betur til en svo að það hefur ekki ennþá verið hægt að mynda ríkisstjórn í lok árs 2016.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila