Sigurður þórðar: Rautt eðal Ginseng einstakt fæðubótarefni

Sigurður Þórðarson sem löngu er orðinn landsþekktur fyrir innflutning á Rauðu eðal Ginseng segir gífurlega mikinn mun á hvítu ginsengi og hinu rauða sem sé mun eftirsóttari og betri vara, enda aðeins hægt að rækta það við sérstakar aðstæður og þá séu ákveðin lög sem gilda um ræktunina sem fram fer í Kóreu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar í þættinum Fólk og fyrirtæki sem var í boði Eðalvara en Jörundur Guðmundsson er stjórnandi þáttarins.

Sigurður segir að meðal þess sem sé sérstakt í kringum ræktunina að í gildi sé sérstök lög um það hversu mikið bil skuli vera á milli plantna auk þess sem lög séu um hvernig rækta skuli plöntuna og þá sé bannað að taka upp uppskeruna fyrr en sex árum eftir að plöntunni var plantað.

Bestu ræturnar valdar

Þegar ræturnar sem fara í framleiðslu á hylkjunum sem innihalda Ginseng þá eru aðeins bestu ræturnar valdar og aðeins rótarmiðjan notuð og því gerðar miklar og strangar kröfur um gæði rótanna. Afgangsræturnar eru svo nýttar í aðra ódýrari framleiðslu eins og te.

Áhrifin af Rauðu eðal Gingseng mjög þekkt

Þá segir Sigurður að fyrstu heimildir um gagnsemi Ginseng hafi fyrst komið fram árið 33 fyrir krist og því hefur jurtin verið notuð af forfeðrunum í árþúsundir. Áhrifin af Rauðu eðal Ginseng eru mjög þekkt en efnið eykur meðal annars þol og skerpir athygli.

Vinsælt að nota Rautt eðal Gingseng fyrir próf

Fjölmargir nota Rautt eðal Gingseng þegar þeir lesa fyrir próf auk þess sem margir bændur noti Ginseng á þessum árstíma þegar sauðburður stendur sem hæst. Þá bendir Sigurður á búið sé að færa sönnur á að á þeim slóðum þar sem fólk notar ginseng þar sé minni tíðni krabbameina svo færa megi líkur að því að neysla á ginsengi hafi jákvæð og mögulega fyrirbyggjandi áhrif gegn krabbameini.

Hægt er að smella hér til þess að sjá yfirlit yfir sölustaði Rauðs eðal Ginseng og smella hér til þess að fræðast nánar um Rautt eðal Gingseng.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila