Símatíminn: Orkupakka þrýst í gegn, þrátt fyrir engar reglur um nýtingarrétt eða heildarstefnu í orkumálum

Verið er að þrýsta orkupakkanum í gegnum þingið, þrátt fyrir að það vantar löggjöf sem segir til um nýtingarrétt orkuauðlinda og  hér á landi er engin heildarstefna í orkumálum.  Að auki er komin upp sú umræða að það sé jafnvel skilningur utanríkisráðuneytisins og ESB að Ísland sé ennþá með umsóknarbeiðni um aðild að ESB sem hafi eingöngu verið sett á bið. Það verður að fá úr því skorið hver réttarstaða landsins er í þessu tilliti áður en orkupakki 3 verður samþykktur á Alþingi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í samtali Péturs Gunnlaugssonar og Arnþrúðar Karlsdóttur í símatímanum í morgun en þar ræddu Arnþrúður og Pétur um þriðja orkupakkann sem nú er kominn til annara umræðu á Alþingi. Arnþrúður benti á í þættinum að nýtingarrétturinn sé grundvallaratriði í orkupakkamálinu “ um það snýst málið, hver fær að nýta orkuna?, Núna er til dæmis verið að segja mér að það sé einn og sami aðilinn búinn að gera 95 samninga við bændur víða um land til þess að setja upp virkjanir undir 10 MW og bændurnir eiga að fá 20% arð af rafmagnssölu „sagði Arnþrúður. Hlusta má á samtalið hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila