Símatíminn: Ríkið á að virða samkeppnisreglur EES- samningsins um fjölmiðla

Íslenska ríkið myndi best standa að stuðningi við einkarekna fjölmiðla með því að fara að lögum og virða samkeppnisreglur EES. Þetta var meðal þess sem fram kom í samtali Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í dag en þar ræddu þau um þær tillögur sem fram hafa komið um stuðning við fjölmiðla af hálfu ríkisins “ það sem vekur auðvitað athygli er að ríkið leggur til að stutt verði við dagskrárliði fjölmiðla, fréttir og fréttatengt efni, þetta  gengur þvert á megin anda fjölmiðlalagana sem nú eru í gildi, þar sem áhersla er lögð á aðskilnað fréttaefnis og auglýsinga og sjálfstæði ritstjórna. Það er andstætt lögum að ríkið  kosti fréttir og skylt efni. „,segir Arnþrúður.

 

Ef farið væri að lögum væri Ríkisútvarpið ekki á auglýsingamarkaði

Arnþrúður bendir á að í dag fari ríkið ekki að lögum hvað fjölmiðla snertir “ ef að ríkið hefði ætlað að styðja við bak einkarekinna fjölmiðla, þá er nóg fyrir þá að fara eftir lögum eins og samkeppnisreglum EES-samningsins sem á að vera búið að innleiða hér að fullu og með fullnægjandi á Íslandi, ef að sá samningur væri fullgiltur og farið eftir honum, þá væri til dæmis Ríkisútvarpið alls ekki á auglýsingamarkaði, en framhjá þessu hefur verið farið og þar af leiðandi hafa hér viðgengist viðskiptahömlur sem ekki hefur verið tekið á.“ Sömuleiðis væru viðskiptahindranir í gangi með framsetningu Gallup á hlustunarmælingum fjölmiðla en þar eru ekki allir með í mælingunum og því gefi niðurstaða Gallup alranga niðurstöðu á raunverulegri hlustun á útvarpsstöðvar hér á landi. Auglýsingastofurnar hafi í stórum stíl farið eftir niðurstöðum Gallups sem hafi alvarlegar samkeppnishindranir í för með sér.

 

Stuðningur við fjölmiðla á að vera í  þágu almennings en ekki viðskiptasjónarmiða

Arnþrúður segir mikilvægt að ríkið hafi það að leiðarljósi að stuðningur við fjölmiðla eigi að vera í þágu almennings og til almannaheilla en ekki á viðskiptalegum forsendum hagsmunaaðila. “  Ríkisvaldið á að skapa skilyrði fyrir fjölmiðla til að geta starfað  eins og  ljósvakamiðla með því að setja upp möstur um land allt til að tryggja að dreifikerfið sé að virka og að allir landsmenn eigi þess kost að heyra í fjölmiðlum óháð búsetu. Síðan hefði mátt nýta betur það sem til er nú þegar og leyfa einkareknu ljósvakamiðlunum að hafa aðgang að aðstöðu fyrir senda i möstrunum hjá RUV án endurgjalds. „ Það er kostnaður sem ljósvakamiðlar finna verulega fyrir“. Hlusta má á samtal Arnþrúðar og Péturs í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila