Símatíminn: Saga Decode rifjuð upp – Fólk missti heilu einbýlishúsin

Þegar Decode leit dagsins ljós var fólki talið trú um að enginn væri maður með mönnum nema að fjárfesta í Decode og gengu menn svo langt í því að reyna að fegra ímynd félagsins að fyrrverandi forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir var meðal þeirra sem sett var í stjórn fyrirtækisins.

Í símatímanum hjá Arnþrúði Karlsdóttur í dag hringdi maður að nafni Valdimar þar sem hann rifjaði meðal annnars upp þegar fólk sem hafði misst heilu einbýlishúsin eftir að hafa fjárfest í fyrirtækinu, en Valdimar er einmitt einn þeirra sem fór illa út úr því að fjárfesta í fyrirtækinu.

Arnþrúður rakti meðal annars í þættinum þegar fór að halla undan fæti hjá Decode meðal annars vegna þess að Kári og Hannes Smárason týndu hinni svokölluðu Panamatösku sem innihélt gríðarlega fjármuni. Þrátt fyrir þessar hrakfarir náðu Hannes og Kári að fjárfesta fyrir heilar 800 milljónir í Fjárfestingabanka atvinnulífsins sem stofnaður var árið 2000, þarna hafi Kári orðinn bankamaður. Síðar var bankanum breytt yfir í Glitnibanka, þar sat Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sem stjórnarformaður bankans.

Á sama tíma og þetta á sér stað fer lítið fyrir Decode sem læðist meðfram veggjum og fólk tapaði aleigunni. Þá hafi Kári safnað upplýsingum um fólk í gegnum gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem dæmdur var ólöglegur. Þarna hafi fyrirtækið verið komið í verulegar fjárþrengingar. Fyrirtækið hafi verið selt til Amgen sem sé lyfjarisi sem á PCR pinnana sem notaðir eru við skimun.

Nánar má hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan þar sem hagsmunatengsl Decode eru rakin nánar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila