Símatíminn: Við þurfum leyniþjónustu á Íslandi

Það þarf að koma á fót leyniþjónustu á Íslandi til þess að koma skikk á málin, enda hafa þeir sem fremstir fóru fyrir útrásinni sem endaði með bankahruni komið sér vel fyrir á ný hér á landi og hafa sett leppa inn sem stjórnendur og hæstráðendur í íslenskum stórfyrirtækjum, sem útrásarvíkingarnir jafnframt fjármagni. Þetta var meðal þess sem fram kom hjá Arnþrúði Karlsdóttur Útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í dag. Arnþrúður benti á að nýjasta dæmið um þetta væri aðkoma Björgólfs Thors Björgólfssonar að WOW air, eins og fram kæmi í nýrri bók blaðamannsins Stefáns Einars Stefánssonar, og að slík dæmi séu um allt samfélagið ” hann keypti í útboðum WOW air eins og við vorum að tala um á sínum tíma, hann er auðvitað búinn að vera leynt og ljóst eigandinn allan tímann, þarna er rosaleg leikflétta í gangi og búin að vera“, sagði Arnþrúður og sagði slík dæmi vera hægt að finna mjög víða í samfélaginu ”  allir sækja þeir til Íslands aftur og eru á fullri ferð hér á bak við tjöldin, þeir hafa tengslin hérna, geta keypt allt og alla ef þeim dettur það í hug, kaupa sig inn í stjórnmálaflokkanna“. Hlusta má þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila