Skákhæfileikar og orka Kasparov komu mjög snemma í ljós

Skákhæfileikar og sú gríðalega orka sem skákmeistarinn Garry Kasparov bjó yfir komu mjög snemma í ljós á ferli hans. Í raun var orka hans sem skákmanns svo mikil að skákmeistarinn Guðmundur Arnlaugsson lét hafa eftir sér í viðtali að eftir að hafa séð til Kasparov að tafli taldi Guðmundur að orkan gæti orðið honum til trafala og hann myndi hreinlega brenna upp áður en hann næði tindinum og ekkert yrði úr honum sem varð svo ekki raunin. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurbjörns Jóhannesar Björnssonar FIDE meistara í þættinum við Skákborðið í vikunni en hann var gestur Kristjáns Arnar Elíassonar.

Í þættinum ræddu Kristján og Sigurbjörn um helstu einvígi Kasparov frá upphafi og skrifaði Kasparov nýjan kafla í skáksögunni í einvígi sínu við Karpov í september árið 1984.

„reglan var sú að það þyrfi að vinna sex skákir til þess að vinna einvígið og framan af leit allt út fyrir að þetta yrði mjög auðvelt fyrir Karpov og menn voru hissa á hvað Kasparov væri slakur því hann var orðinn stigahærri en Karpov á þessum tímapunkti. Síðan náði Kasparov að gera 17 jafntefli í röð og að lokum náði hann að standa uppi sem sigurvegari“segir Sigurbjörn.

Hlusta má á nánari umfjöllun um Garry Kasparov í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila