Skattar á húsnæðiseigendur í boði ríkisstjórnar og Samfylkingar

Í þætti Flokks fólksins í dag ræddi Inga Sæland formaður Flokks fólksins um hamfarirnar í Grindavík og rakti í byrjun atburðarrásina og sagði meðal annars að sennilega hefði engum dottið það í hug að þegar hún var með þáttinn í síðustu viku að aðeins nokkrum klukkutímum síðar væri verið að rýma heilt bæjarfélag, Grindavík vegna yfirvofandi hættu.

„fólk nánast hljóp út eins og það stóð og yfirgaf heimili sín. Þetta er búið að vera Grindvíkingum ákaflega erfitt og framtíðin í rauninni alveg óskrifað blað og við vitum ekki hvaða lyktir verða á þessu“segir Inga.

Inga sagði að á mánudaginn var hafi þingið helgað deginum því hvernig þingið og stjórnvöld teldu rétt að bregðast við til þess að verja innviði með því að koma upp varnargörðum enda mikið í húfi.

Skatturinn ekki tímabundinn

Hins vegar hafi komið upp sú staða að sú leið ríkisstjórnar og Samfylkingar hafi verið farin við að fjármagna varnargarðana væri að leggja tímabundna skatta á húsnæðiseigendur og ná þannig inn 3 milljörðum inn á þremur árum. Inga hefur þó ekki mikla trú á að skatturinn verði einungis tímabundinn.

„ég veit ekki til þess að skattar séu almennt felldir niður þó byggt sé á einhverju sólarlagsákvæði í byrjun og að það sé einhver ákveðinn tímarammi á því hvenær löggjöfin eigi að falla úr gildi, það þarf enginn að láta sér detta í hug að sú verði raunin“

Hins vegar hafi Flokkur fólksins ásamt Pírötum, Viðreisn og Miðflokki komið með breytingartillögu þess efnis að fella út greinina um skattinn á húseigendur.

„En það var fellt og það vakti athygli mína að Samfylkingin virtist alveg gengin í björg með ríkisstjórninni í þessu máli“,segir Inga.

Í þættinum ræddi Inga einnig við Sigurjón Þórðarson varaþingmann Flokks fólksins um skýrslu ríkisendurskoðunar um Matvælastofnun þar sem fram kemur hörð gagnrýni fram um viðbrögð MAST þegar kemur að tilkynningum sem berast varðandi illa meðferð á dýrum.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila