Skerðingar á lífeyri er lögvarinn þjófnaður

Ragnar Þór Ingólfsson.

Skerðingar eru lítið annað en lögvarinn þjófnaður og afnám skerðinga er stórt pólitískt mál sem ekki er útlit fyrir að leysist í bráð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Ragnar segir að vonandi komi fram stjórnmálaafl í framtíðinni sem taki á málinu ” það kemur vonandi að því að það komi fram flokkur sem hefur kjark og þor til að taka á þessu máli, þetta er mjög stórt hagsmunamál“.

Gagnrýni almennings nær ekki í gegn

Ragnar segir stjórnmálastéttina alltof oft gefa lítið fyrir þá gagnrýni sem heyrist af hálfu almennings um verk stjórnmálamanna og segir orkupakkamálið gott dæmi um það ” þetta snýst um kjósendur, og það er grundvallaratriðið, ég sem kjósandi fékk ekki að taka afstöðu til málsins í síðustu kosningum, og þetta hefur ekki verið lagt fyrir og kynnt þjóðinni, svo heyrum við allt í einu af fjárfestum sem bíða á kantinum tilbúnir að fjármagna sæstreng“,segir Ragnar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila