Skerðingar lífeyris gríðarlegt högg fyrir stóran hóp lífeyrisþega

Skerðingar Tryggingastofnunar á lífeyri stórs hluta lífeyrisþega sem sagðar eru til komnar vegna verðbólgu og vaxtastigs er gríðarlegt högg fyrir stóran hluta lífeyrisþega eða 74% sem þurfi að endurgreiða lífeyri og margir eiga erfitt með að geta séð fram úr þeirri stöðu sem þeir eru settir í. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og ritstjóra Samstöðvarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Gunnar Smári segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að þegar fólk sé á örorku eða ellilífeyri þarf viðkomandi að senda inn tekjumat sem lífeyrir er svo reiknaður út frá.

„þannig koma þarna inn vegna verðbólgu og vaxtahækkana kannski meiri fjármagnstekjur en fólk hafði gert ráð fyrir, sem eru svo kannski mest verðbætur eða aðrar aðstæður en stóra málið er að forsendurnar sem fólk gaf fyrir ári síðan hafa breyst. Þessi lífeyrir er svo rosalega tekjutengdur að þegar svona gerist þá getur verið um gríðarlega fjármuni að ræða“segir Gunnar.

Hann segir að fólk sé rukkað um 165 þúsund krónur til baka sem þýðir að samanlagt sé verið að rukka lífeyrisþega um heila átta milljarða til baka í heild.

Gunnar segir að það geti allir séð í hendi sér að fólk sem lifi á mjög lágum lífeyri fái svona rukkun megi alls ekki við því.

„það er alveg klárt að nær allir þeir sem eru í þessum hópi hjá Tryggingastofnun ráða ekki við skyndileg útgjöld upp á 80 þúsund krónur og hvað þá 160 þúsund að meðaltali því það er ljóst að það eru margir sem þurfa að greiða meira en 80 þúsund til baka“

Tekjutengin fáránlegt kerfi

Gunnar segir að tekjutengingin sem „djöfullinn hafi líklega búið til og andskotinn sett í gagnið“ sé fáránlegt kerfi.

Hann bendir á að þegar almannatryggingakerfið hafi verið búið til hafi hugmyndin verið sú að ef fólk gæti ekki verið á vinnumarkaði vegna fötlunar eða aldurs fengju allir það sama og til þess að ráða við það höfum við skattkerfi þar sem þeir sem hærri hafa launin greiði meira en aðrir.

„á nýfrjálshyggjuárunum var þessu svo breytt þannig núna eru allar bætur mjög tekjutengdar“segir Gunnar.

Hlusta má á nánari umfjöllun um málið hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila