Skilaboð sænska forsætisráðherrans: „Áttið ykkur á því að öryggisástandið er það versta eftir seinni heimsstyrjöldina – Mikilvægt fyrir Svíþjóð að Úkraína sigri Rússland“

Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar varaði Svía við alvöru Úkraínustríðsins og sagði, að Úkraína yrði að sigra Rússland (mynd skjáskot YouTube).

Sænska ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í gær eftir fyrsta fund í nýju þjóðaröryggisráði Svíþjóðar. Forsætisráðherrann Ulf Kristersson var þungur á brún og sagði Svía verða að skilja, að málin væru í alvöru alvarleg fyrir Svía og að Úkraína yrði að sigra Rússland – annars væri friðurinn úti í okkar heimshluta:

„Við komum beint frá fyrsta fundi í hinu nýja Þjóðaröryggisráði í ár. Við höfum að sjálfsögðu rætt ástandið í Úkraínu. Við höfum rætt mikilvægi þess einnig fyrir Svíþjóð, að Úkraína vinni stríðið. Við höfum rætt ógnir og áhættur fyrir alla Evrópu, sérstaklega fyrir þau lönd sem ekki eru með bandalögum og eru án sameiginlegra varna Nató ef Rússland vinnur stríðið. Ekkert annað mál er mikilvægara fyrir þjóðaröryggi Svíþjóðar en að við ásamt Finnlandi verðum skjótt meðlimir í Nató. Ekkert annað mál er jafn mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Svíþjóðar en það.“

„Stríðsrekstur Rússa í Úkraínu mun stigmagnast, eftir pattstöðuna sem hefur átt sér stað núna, hélt hann áfram. Að Úkraína vinni er mikilvægt hagsmunamál fyrir Svíþjóð. Að Svíþjóð geti varið sig ásamt Nató er mikilvægasta þjóðaröryggismál Svíþjóðar.“

„Ég vil vara alla í Svíþjóð við og skilja alvöruna í núverandi stöðu, þetta er alvara í alvöru: Þetta er það versta sem hefur komið fyrir okkur eftir seinni heimsstyrjöldina. Málið ógnar öllu lýðræði okkar, ógnar friðinum í okkar heimshluta.“

Sænska sendiráðinu lokað í Ankara í óákveðinn tíma

Að sögn sænska sjónvarpsins kom blaðamannafundur sænsku ríkisstjórnarinnar eftir að utanríkisráðherra Finnlands, Pekka Haavisto, hafði gefið í skyn að „Finnland gæti þurft að halda áfram Nató-umsókn sinni án Svíþjóðar“ ef hindrun er í vegi aðildar Svíþjóðar að Nató. Ulf Kristersson segir að „ekki verði hægt að stöðva Finnland ef Svíþjóð lokast fyrir utan Nató.“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti á mánudag, að Tyrkland styddi ekki aðild Svía að Nató.

Mikil mótmæli hafa verið í íslömskum ríkjum heims gegn Svíþjóð og sænski fáninn brenndur á mörgum stöðum. Er ástandið svo slæmt, að sænska sendiráðinu í Ankara hefur verið lokað í óákveðinn tíma.

Hér að neðan má sjá blaðamannafund ráðherra sænsku ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherrans, varnamálaráðherrans og utanríkisráðherrans. Þar fyrir neðan eru myndbönd yfir illsku múslímaheimsins vegna Kóransbrennu við tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi síðustu helgi.

Íslamski heimurinn við suðumark illskunnar yfir tjáningarfrelsinu í Svíþjóð, hér myndband frá Sýrlandi:

Mótmæli í Írak:

Mótmæli í Jórdaníu:

Mótmæli í Pakistan:

Mótmæli í Yemen:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila