„Skilgreiningin á geðveiki“ – heimurinn er orðinn brjálaður eftir Úkraínustríðið

Eftir Úkraínustríðið hefur heimurinn fallið í móðursjúkt stríðsæsingakast. Það segir Scott Ritter, fyrrverandi eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við Diane Seare (sjá myndband neðar á síðunni). Sett er í hærri gír í staðinn fyrir að hægja á ferðinni. Og engar diplómatískar tilraunir eru gerðar til að semja um frið, allt gengur út á að ýta undir meiri dauða og átök. „Við höfum ekki lengur bolmagn til að semja“ segir Ritter. Þannig að sagan endurtekur sig – enn á ný.

Stöndum á barmi kjarnorkustríðs

Hermenn deyja um hundruð þúsunda í Úkraínu. Enginn friður er í sjónmáli. Fyrir örfáum dögum sögðust Rússar hafa drepið 600 úkraínska hermenn í einni „hefndaraðgerð.“ Á sama tíma senda Vesturlönd enn fleiri vopn til Úkraínu. Ríkisstjórn Svíþjóðar segir, að sem forseti ESB verði hún að „vinna gegn öllum tilhneigingum til stríðsþreytu í ESB.“ Ástandið verður því ekki minna spennuþrungið heldur stigmagnast allan tímann. Scott Ritter segir:

„Við erum á barmi kjarnorkustríðs. Það er ekki lengur nein diplómatísk samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands sem vert er að tala um.“

Bókstaflega skilgreiningin á geðveiki

Í staðinn fyrir að lægja öldurnar, þá er heimurinn að vígbúast. Scott segir, að það sem sé í gangi sé „bókstaflega skilgreiningin á geðveiki.“

„Enginn talar um afvopnun heldur um vígbúnaðarkapphlaup. Rússland er þegar langt á undan. Þeir hafa náð okkur 22 sinnum. Þeir eru með nýjar eldflaugar og kerfi sem við getum ekki tekist á við. Að sögn Ritter er ástandið komið úr böndunum.

„Höfum ekki lengur bolmagn til að semja

Jafnframt telur Ritter, að Rússar hafi engan áhuga lengur á að semja við Bandaríkin í ljósi þess að Minsk-samningarnir voru tilraun Vesturlandabúa til að kaupa tíma, þannig að Úkraína gæti byggt upp sterkan her gegn Rússlandi í stað þess að stöðva átökin í austurhluta Úkraínu. Scott Ritter segir:

„Við erum lygarar og svindlarar. Okkur er ekki treystandi. Samningar þýða ekkert fyrir Vesturlönd, Bandaríkin eða öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þannig að Rússland mun aldrei aftur semja um frið við Úkraínu.“

Spurningin er hvort Nató hleypur tryllt út í myrkrið

Að sögn fyrrverandi eftirlitsmanns Sameinuðu þjóðanna er eini kosturinn fyrir Úkraínu uppgjöf svipað og Japan árið 1945:

„Nató mun tapa. Spurningin er bara hvort Nató tapi með reisn. Eða hvort það hleypur tryllt út í myrkrið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila