Skipa þarf rannsóknarnefnd um Lindarhvolsmálið

Það er algjörlega ljóst að skipa þarf rannsóknarnefnd til þess að komast til botns í Lindarhvolsmálinu. Þetta segir Þorsteinn Sæmundsson fyrrverandi þingmaður Miðflokksins en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Þorsteinn segir að hin opinbera skýrsla ríkisendurskoðanda sé ekki pappírsins virði og það hafi vel komið í ljós þegar skýrsla Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda sem hann hafði gert fyrr og var svo ekki birt fyrr en henni var lekið út. Skýrslan sýni fram á að við minnsta kosti eina sölu í málinu hafi ríkið orðið af 1,7 milljarði króna.

Málið á ekki heima hjá Ríkisendurskoðun aftur

Þorsteinn segist sannfærður um að sé horft til aðferðarfræðinar sem viðhöfð var við sölu eignanna þá sé ljóst að endurskoða þurfi hina opinberu skýrslu um Lindarhvol enda standist hún hreinlega ekki skoðun. Það sé þó ekki viturlegt að Ríkiendurskoðun taki hana aftur til sín til yfirferðar enda hafi menn þar innan dyra farið mikinn í garð Sigurðar Þórðarsonar og gert lítið úr hans verkum og segir Þorsteinn það þeim sem það hafi gert til ævarandi skammar.

Mikilvægt að málið falli ekki í gleymsku og dá

Þorsteinn segir að ef ekki væri fyrir dugnað og baráttur Sigurðar Þórðarsonar hefði málið löngu fallið í gleymsku enda hafi hann verið duglegur að halda málinu lifandi og ítrekað bent á að það væru þarna hlutir sem ekki væru í lagi og það hefur nú komið á daginn.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila