Skógareldar í Evrópu líklega af mannavöldum

Hitabylgjan sem nú gengur yfir Suður-Evrópu er ekkert nálgæt því að vera eitthvað nýtt og þeir eldar sem hafa kviknað eftir að hún skall á eru líklega flestir tilkomnir af mannavöldum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur í dag.

Haraldur segir áhugavert að fylgjast með hitabylgjunni þar sem hún sé í ákveðinni skemmtilegri mótsögn við veðrið sem hafi verið í suðaustur Evrópu í vor því þá hafi verið kuldabylgja og mikil vætutíð til dæmis í Grikklandi í júní.

Hann segir það því sérkennilegt hversu fljótt eldar hafi kviknað í þeirri hitabyglju sem nú gengur yfir því jörðin hafi enn verið rök eftir rigningarnar í maí og júní.

Saksóknari í Grikklandi segir eldana af mannavöldum

„þess vegna kom þetta dálítið á óvart hversu margir eldar kviknuðu víða og það er ýmislegt sem bendir til þess að flestir ef ekki allir þessara elda sé af mannavöldum. Þarna eru á ferðinni aðilar sem hafi hagsmuna að gæta í því samhengi. Það eru alls konar kenningar þarna í gangi og gríska lögreglan hefur handtekið menn fyrir að kveikja í og saksóknarin þar í landi segir þetta manngert „segir Haraldur.

Hann segir að hitamet sem menn hafi sagt að hafi fallið megi líkja við íþróttaleiki þar sem menn keppast við að koma með fréttir af slíku.

Haraldur bendir á að þróun í veðurmælingum hafi farið mikið fram og nú sé hægt að fá sjálfvirka mæla á viðráðanlegu verði og því hafi mælum fjölgað gífurlega. Þá skipti staðsetning mæla miklu máli til þess að fá góðar mælingar og menn séu misnákvæmir í þeim efnum.

„eðli svona hitameta eru oftast staðbundin og þegar það eru komnir svona óskaplega margir mælar þá er alltaf einhver einn þeirra sem sýnir hærri tölu heldur en aðrir og þannig verða oft þessi hitamet til“segir Haraldur.

Þá sagði Haraldur aðspurður að því fólki sem ætlaði sér að ferðast um þessar slóðir væri enginn sérstök hætta búin.

Hlusta má á nánari umfjöllun um veðurfar í Evrópu í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila