Skólayfirvöld verja börnin ekki gegn klámi

Kynfræðslan umdeilda í grunnskólum er dæmi um hvernig efni og ákveðnum hugmyndum er haldið að almenningi í mörgum löndum á sama tíma. Foreldrar geta kært skólayfirvöld fyrir að særa blygðunarkennd barna með myndbirtingum sem sýna börn á kynrænan hátt og dreifingu kennsluefnis. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs Jónssonar lögmanns, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi hæstaréttardómara í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur.

Hver er hugmyndafræðin

Arnar segir mikilvægt að fólk staldri við og spyrji spurninga um hvaðan þetta efni komi og hver stendi straum af kostnaði. Hver sé hugmyndafræðin á bak við þessa tegund kennslu í kynfræði. Hvort þetta sé holt fyrir samfélagið eða hvort fólk vilji verja það sem gefist hafi vel hingað til.

Verið að ráðast gegn undirstöðum samfélagsins

„eigum við ekki að leyfa okkur, börnunum okkar og þessum klassísku gildum að njóta hér vafans í stað þess að ganga um með sleggju og ráðast að undirstöðum samfélagsins eins og manni finnst að verið sé að gera. Ég myndi kalla það að ráðast að undistöðum samfélagsins þegar verið er að brjóta niður lýðræðislega varnargarða með því að veikja áhrif löggjafaþinga. Einnig með því að gera stjórnmálaflokka háða ríkinu og með því að gera skólastjórnendur að einhvers konar framkvæmdaraðila fyrir einhver hagsmunasamtök þegar vegið er að blygðunarkennd barna og foreldra “ segir Arnar.

Í þættinum var rætt um plakatið umdeilda sem hengt var upp í skólum og sætt hefur talsverðri gagnrýni og segir Arnar að fólk ætti að spyrja sig að því hvort það myndi telja að plakatið ætti heima hangandi uppi á vinnustað sínum.¨

„ef fólki finnst það ekki eiga heima þar þá getur fólk á sama tíma spurt sig hvort það eigi heima uppi á veggjum grunnskóla þar sem ung börn geti séð þau segir Arnar.

Foreldrar fá ekki að heyra hvað börnunum er kennt

Hvað kynfræðslu í grunnskólunum varðar og hinseginfræðslu sagði Arnar frá því í þættinum að móðir hafði samband við hann og sagði honum frá því að hún hafi ætlað að sitja í kennslustund hjá barninu sínu þar sem Samtökin 78 ætluðu að fara með sinn boðskap en svo fór að sá sem ætlaði að flytja erindið treysti sér ekki til þess á meðan foreldri barns væri á staðnum, það sem meira var að hann bar fyrir sig persónuverndarlögum.

„þannig foreldrar mega ekki vita hvað fer fram á bak við þessar luktu dyr þegar verið er að flytja þennan boðskap til barnanna þeirra“

Kennslubækur sem sýna börn á kynferðislegan hátt

Það sé svo enn annar kaflinn þegar talað sé um kennslubækur í Kynfræðslu sem eru meðal annars bækur þar sem börn eru sýnd í kynferðislegu ljósi sem sé refsivert athæfi og gengur gegn ákvæðum almennra hegningarlaga sem og barnaverndarlaga.

„síðan með sama hætti er framsetning á efni, bæði myndum og texta sem kalla mætti brot gegn blygðunarsemi “ segir Arnar.

Aðspurður um hvað foreldrar sem ekki vilji slíka kennslu fyrir börn sín segir Arnar að stjórnvöld skilji ekkert fyrr en farið sé að tala um ábyrgð og leiðin til þess að þetta verði stöðvað sé að leggja fram kvartanir og kærur. Í þessu tilviki fari kennslugögnin umdeildu í gegnum Menntamálastofnun án þess að nokkur spyrni við fæti og því sé þetta spurning um ábyrgð þeirra sem þar stjórna sem og skólastjórnenda sem hleypi efninu yfir þröskuldinn hjá sér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila