Skortur á gasi yfirvofandi í Þýskalandi í vetur

Bloomberg greinir frá því að mikill skortur verði á gasi í Þýskalandi í vetur. (Mynd: Bilfinger/ CC2.0)

Ef Þýskaland stækkar ekki tafarlaust innviði landsins til að draga úr áhrifum á köldu veðri, þá á landið hættu á að lenda í mjög alvarlegum gasskorti.

Samkvæmt nýlegri frétt fjármálaveitu Bloomberg er hætta á, að gasskorturinn verði viðvarandi að minnsta kosti fram til ársbyrjunar 2027.

Verður að byggja innviði

Fleiri jarðgasstöðvar með meira geymslurými og viðbótarleiðslum fyrir fljótandi gas eru meðal ráðstafana sem þarf til að tryggja orkuöflun Þýskalands. Það tilkynnti aðal gasgeymslufyrirtæki landsins, INES, á fimmtudaginn. Bloomberg segir frá því að „þróun birgðageymsla sé jákvæð eins og er,“ og eru næstum 90% nýttar. Harður vetur gæti hins vegar sett strik í reikninginn og verið hættulegur fyrir orkuöflun Þýskalands. Sebastian Bleschke, forstjóri INES, segir við Bloomberg:

„Kuldar skapa hættu á gasskorti og það mun fylgja okkur alveg fram á veturinn 2026/2027 nema frekari innviðaráðstafanir séu gerðar.“

Hætta á gasskorti yfirvofandi

Yfirmaður INES lýsir því yfir, að þörf sé á aðgerðum fram á veturinn 2026/27: – Aðeins eftir þessa dagsetningu mun gasnotkun, miðað við forsendur í evrópskum 10 ára netþróunaráætlunum, minnka að svo miklu leyti að engar frekari innviðaaðgerðir eru nauðsynlegar.

Fyrir 2020 sá Rússland Þýskalandi fyrir 40% af gasþörfinni og varð Þýskaland einna harðast fyrir barðinu á sprengingu Nord Stream gasleiðslunnar og refsiaðgerðum ESB gagnvart Moskvu, sem í raun hafa mest lent á Þýskalandi. Undanfarið ár hefur Þýskalandi tekist að byggja upp viðunandi gasbirgðir þökk sé mildum vetri auk aðgerða til að draga úr raforkunotkun og byggingu stöðva fyrir fljótandi jarðgas (LNG). Samkvæmt frétt Bloomberg er hættan á hugsanlegri gaskreppu enn til staðar þegar vetur nálgast.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila