Skotið á leiðtoga “Gulu vestanna” með gúmmíkúlu – missir hægra auga

France 24 greinir frá því að í mótmælum s.l. laugardag fékk Jerome Rodrigues einn leiðtoga “Gulu vestanna” gúmmíkúlu í hægra augað með þeim afleiðingum að hann mun ekki framar geta séð með því. Rodrigues er 40 ára byggingarverkamaður og hefur staðið framarlega i baráttu “Gulu vestanna” gegn skatta- og efnahagslegu misrétti í Frakklandi. Rodrigues hefur 50 þúsund fylgjendur á Facebook og var að senda mótmælin í beinni, þegar hann varð fyrir skotinu. Vopn sem lögreglan beitir gegn mótmælendum hafa verið gagnrýnd harðlega. Um 70 þúsund manns tóku þátt í mótmælunum um helgina sem var sú ellefta í samfelldum mótmælum gegn stjórnmálaelítunni í Frakklandi. Sjá nánar hér.

Mikil reiði ríkir gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta og fóru vinsældir hans á tíma undir 23% sem var minna en forseti Venezúela Nicolas Maduro hafði en Macron hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við uppreisn fólks gegn ríkisstjórn Maduros. Finnst mörgum það vera hámarks hræsni hjá Macron sem sjálfur berst eins og aðall fyrri tíma gegn mótmælum eigins fólks. Slíkar Macron myndir sjást á mörgum mótmælaspjöldum “Gulu vestanna”.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila