Skotmaðurinn er ekki lengur “einn að verki”

Íris Erlingsdóttir skrifar frá Bandaríkjunum:

Morðtilraunin á Donald Trump er sögulegur atburður af mörgum ástæðum, ekki síst þeirri að í fyrsta sinn stjórna valdhafar ekki frásögninni af atburðinum. 

Bandaríska alríkislögreglan FBI greindi frá því daginn eftir morðtilraunina á Donald Trump, að skotmaðurinn hefði verið einn að verki, en nú er augljóst að svo var ekki. Enginn vafi leikur á að um tvö skotvopn var að ræða og erfitt er að ímynda sér að FBI geti haldið sig við upprunalegu útgáfuna af “einum skotmanni.” Auðheyrt er að svo er ekki og jafnvel CNN er sammála. 

Allir ættu að hlusta á, ef ekki alla frásögn Dr. Chris Martensons, þá a.m.k. fyrstu mínúturnar þar sem greinilega heyrist að skothljóðin eru ekki úr sama vopninu. 

Eftirfarandi eru þýðingar á frétt frá CNN, dags. 15. júlí 2024 og niðurstöðum Dr. Chris Martensons, sem gerði ítarlega hljóð- og myndbandsgreiningar af atburðarásinni í kringum morðtilraunina. Myndband Dr. Martenson er hér á X. 

Þrjú skotvopn gætu hafa verið notuð í morðtilrauninni á Donald Trump 

CNN, 15 júlí 

Réttargreining sýnir að a.m.k. tvö skotvopn, jafnvel þrjú, voru notuð í morðtilrauninni á Donald Trump í Pennsylvaníu sl. laugardag. 

FBI sagði á sunnudaginn að skotmaðurinn hefði verið einn að verki.

Samkvæmt hljóðgreiningu sem gerð* var á upptökum af atburðinum $

Fyrstu þrjú skotin voru í samræmi við ætlað vopn A, næstu fimm voru í samræmi við ætlað vopn B og síðasta “hljóðsveiflan” (“acoustic impulse”) kom frá mögulegu vopni C.

Hljóðgreining hefur einnig staðfest að skotmaðurinn var í um 110 til 120 metra fjarlægð frá sviðinu þegar skotin heyrðust. 

Þessi niðurstaða er í samræmi við greiningu CNN að skotmaðurinn var uppi á þaki í 120 til 150 metra fjarlægð frá sviðinu 

Skotin eru dæmigerð fyrir “crack-pop” hljóðaröð, þegar hljóðfrá skotkúla fer framhjá hljóðnema, “áður en hann nemur skothljóðið frá byssuhlaupinu.”

Tímalengdin á milli þessara “vegvísa” gefur til kynna að skotmaðurinn hafi verið 110 til 120 metra frá hljóðnemanum, miðað við 800 – 1,000 metra meðalhraða skotkúlu á sekúndu. 

*Catalin Grigoras, Director of the National Center for Media Forensics at the University of Colorado, Denver; Cole Whitecotton, Senior Professional Research Associate

Tilgátan: Að minnsta kosti tveir skotmenn, kannski þrír

Chris Martenson, PhD

  • Fyrstu þremur skotunum var skotið innan úr byggingunni. Þetta tryggir að “crack-boom” séu í samræmi við “sýndarskotmanninn” á þakinu. Þetta er í samræmi við hljóðið frá kúlunni sem hitti mann #1 á áhorfendapöllunum, sem var fjarlægara og hálf”kæft.” 
  • Í síðari hluta skotanna, Crooks skaut #1, 2, 4 og 5. Þetta er í samræmi við bergmálin á myndbandi #2 og “snaps” hljóðin í myndbandi #1.
  • Skot #3 og #6 eru ráðgáta og þarfnast sérfræðigreiningar. En greiningin sem við höfum nú gefur til kynna að þeim hafi verið skotið úr 23 – 28 metra fjarlægð frá Crooks. [ÍE Eitt margra myndbanda sem ég sá á X stuttu eftir skotárásina sýndi viðtal við konu í rauðum bol með rauða MAGA derhúfu, sem sagði „they came to pick up the body from the water tower” eða “þeir komu til að sækja líkið af vatnsturninum.” Ég gerði ráð fyrir að hún væri að tala um Crooks, en nú þegar loftmyndir af svæðinu eru skoðaðar, er augljóst að hún var ekki að tala um lík hans.] 

Niðurstaða: Að minnsta kosti tvö skotvopn, jafnvel þrjú

voru notuð. Fyrstu þremur skotunum var skotið úr meiri fjarlægð en næstu 5-7 skotunum.

Hljóðhöggin gefa til kynna að þeim var skotið í áttina að Trump og áhorfendum hans.

Þetta þýðir að “skotmaðurinn var einn” frásögnin er 100% ósönn.

Það getur ekki verið að ég sé eini maðurinn sem hefur gert þessa greiningu.

Ég óttast um öryggi mitt og annarra. Þetta var meiriháttar aðgerð sem gjörsamlega mistókst. Sá sem var yfir þessari aðgerð er sennilega á floti úti í á einhvers staðar. 

Chris Martenson, PhD

CNN: Þrjú skotvopn gætu hafa verið notuð í morðtilrauninni á Donald Trump 

Tilkynning FBI til fjölmiðla

Screenshot
Screenshot
Screenshot
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila