Skynjaði eineltismenningu innan ráðhússins

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Þegar Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir að þegar hún hafi byrjað að starfa sem borgarfulltrúi hafi hún skynjað að innan veggja ráðhússins ríkti eineltismenning og að þar séu einstaklingar sem leyfi sér að leggja aðra í einelti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Kolbrún sem fengist við erfið eineltistilfelli í störfum sínum sem sálfræðingur ákvað því að beita sér fyrir því að tekið yrði á málinu enda eitri einelti oft út frá sér og fólk tekur þátt í eineltinu og verður meðvirkt. Ákveðið hefur verið að stýrihópur taki á eineltismálum innan borgarinnar og verður Kolbrún hópnum innan handar. Þá segir Kolbrún að einelti sé víða alvarlegt vandamál, til dæmis meðal barna og sé grófara en áður “ ég hef aldrei séð einelti meðal barna jafn gróft og það er nú, en börnin hafa það sem fyrir þeim er haft„.segir Kolbrún. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila