Soros gaf Demókrataflokknum 128 milljónir dollara fyrir kosningarnar

George Soros dælir mest allra ólígarka peningum í stjórnmálin. Mynd: WORLD ECONOMIC FORUM/swiss-image.ch/Photo Michele Limina

Soros dælir mestum peningum í kosningasjóð demókrata

Vinstrisinnaði milljarðamæringurinn George Soros studdi demókrata með 128 milljónum dollara fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í gær, sýna gögn frá Opnum landamærum „Open Secrets.“ Hann var sá ólígarki sem gaf langmest fé af öllum fyrir kosningarnar.

Það er mikið talað um „rússneska ólígarka“ í vestrænum fjölmiðlum. En sjaldan um vestræna ólígarka. Þá eru þeir kallaðir „milljarðamæringar.“

Í Svíþjóð er það til dæmis Wallenberg, sem stjórnar og skipuleggur m.a. byggingu vopnaverksmiðja í einræðisríkjum íslamista. Í heimsfaraldrinum svokallaða dældu sænsk stjórnvöld milljörðum í SAS, sem er í eigu Wallenberg Investments. Peningarnir komu „eftir mikinn þrýsting frá voldugustu fjölskyldu sænska viðskiptalífsins, sagði Dagens industri í janúar 2021.

Í Bandaríkjunum eyddu „milljarðamæringar“ 880 milljónum dollara í miðkjörfundarkosningarnar í ár.

Stærsti gjafinn var George Soros sem gaf 128 milljónir dollara til demókrata. Enginn annar kemst nálægt honum, númer tvö er útgerðarmaðurinn Richard Uihlein, sem gaf repúblikönum 80 milljónir dollara. Newsweek skrifar, að peningar Soros hafi „eingöngu farið til demókrata.“ Ólígarkarnir í Bandaríkjunum geta lagt ótakmarkaðar upphæðir til svokallaðra ofur-PAC, þar sem engin takmörk eru fyrir því hversu mikið einstakir gjafar geta gefið.

Samkvæmt CNBC fóru flest framlög Soros til PAC Democracy II, ofur PAC sem styður „frjálslynd málefni og frambjóðendur lýðræðissinna.“ Frank Clemente, forstjóri Americans for Tax Fairness, segir við CNBC:

„Ef við ætlum að hafa lýðræði sem virkar fyrir alla, verðum við að hefta áhrif milljarðamæringa í stjórnmálin.“

Í einni rannsókn Princeton háskólans ár 2014, er því haldið fram að Bandaríkin séu fákeppni en ekki lýðræði.

Hér að neðan má sjá nokkur viðbrögð á samfélagsmiðlum:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila