Sóttvarnarlögin skerða frelsi og mannréttindi – Boðvald erlendis frá

Í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar var farið ítarlega yfir hvað samþykkt nýrra sóttvarnarlaga mun þýða fyrir þjóðina en til stendur að samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi fyrir þinglok. Leynd hvílir yfir meðferð þess á þinginu og reynt er að koma því í gegn án umræðu í fjölmiðlum. Lítil umræða hefur farið fram á Alþingi um málið. Þá hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki fengist til að koma í viðtal og ræða um frumvarpið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Fram kom í þættinum að lögin séu m.a. sett upp með tilvísanir til alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar enda sé þar meðal annars að finna orðalag og orðskýringar sem eru nákvæmlega eins fram settar og í alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni. Fram kom í þættinum að sú vísan sé varasöm og beinlínis hættuleg því WHO fái boðvald og það sé ígildi þess að þeir geti breytt alþjóðareglugerðinni á þann hátt sem þeim sýnist. Fram kom að WHO sem er í raun og veru margir sjóðir sem séu undirstofnun Sameinuðu þjóðanna en WHO er fjámagnað af lyfjarisum og hagsmunaaðilum eða um 80% og 20% koma frá aðildarríkjumum.

Einangra hópa fólks á afskekktum stöðum

Þá benti Arnþrúður á að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að þeir sem neiti að undirgangast þær aðgerðir sem ætlast er til og kveðið er á um í frumvarpinu, geti átt von á því að sóttvarnarlæknir nýti sér atbeina lögreglu til þess að framfylgja ákvörðunum sem varða þá einstaklinga sem afþakka bólusetningu eða ígræðslu á framandi efnum eða hlutum. Þá sé heimild til að taka stóran hóp fólks úr umferð með því að flytja hann á önnur landssvæði. Telur Arnþrúður að þarna sé sérstaklega átt við þá einstaklinga sem hafi ekki látið bólusetja sig með tilraunasprautum. Hún segir slæmt að það virðist sem aðeins fáir þingmenn hafi kynnt sér til hlítar innihald frumvarpsins. Það eigi eftir að koma í ljós á næstu dögum hvað í raun Alþimgi geri en miklar líkur séu taldar að það sé meirihluti fyrir því.

Lögin verða að vera skýr og taka af öll tvímæli

Gert er ráð fyrir að heilbrigðisráðherra setji nánari útfærslu á framkvæmd laganna í reglugerð eins og venja er en það sé sérstklega slæmt í þessu tilfelli. Það sé áríðandi að lögin sjálf séu fyrirsjánleg og skýr og sem minnst í reglugerð í svona alvarlegu máli. Ráðherrar komi og fari og það sé aldrei hægt að vita fyrirfram hvað næsta ráðherra detti í hug að gera með einfaldri reglugerð.

Væri æskilegt að læknar segðu skoðun sína opinberlega

Pétur segir umræðuna um þessi mál vera erfiða því almenningur hafi tilhneigingu til þess að treysta á læknavísindin því þeir séu aðeins leikmenn þegar að því kemur. Því sé slæmt að læknar komi ekki fram og tjái sig um frumvarpið því það sé almenningur sem verði varnarlaus gagnvart hinum nýju lögum.
Arnþrúður segir að mikilvægt sé að hafa í huga að samþykkt laganna muni geta komið í bakið á komandi kynslóðum með alvarlegum afleiðingum.

Hér að neðan má lesa frumvarpið á PDF skjali og kynna sér innihald þess nánar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila