Spáði fyrir um banatilræðið gagnvart Trump – Lýsir tilræðinu af ótrúlegri nákvæmni

Brandon Biggs

Rætt hefur verið um banatilræðið gegn Donald Trump frá hinum ýmsu hliðum frá því það átti sér stað síðastliðinn laugardag en það hefur sennilega fáum dottið í hug að banatilræðið kom til tals í þætti á Youtube heilum fjórum mánuðum áður en það átti sér stað.

Það gerðist í þætti sem presturinn og rithöfundurinn Steve Cioccolanti heldur úti á Youtube en þátturinn sem um ræðir var birtur fyrir um fjórum mánuðum síðan eða þann 14.mars síðastliðinn. Í þættinum ræðir Steve við spámann að nafni Brandon Biggs um hina ýmsu atburði sem Biggs segist hafa séð að muni eiga sér stað.

Á einum stað í viðtalinu segir Biggs skyndilega að hann hafi séð fyrir morðtilraun gagnvart Trump sem gerist með þeim hætti að skotið yrði á Trump og ein af byssukúlunum fari svo nærri Trump að hún lendi á eyra Trump. Þessu lýsir Biggs bæði í orðum og handahreyfingum og bendir ofarlega á hægra eyrað á sér um leið og hann segir frá sýn sinni en kúlan hæfði Trump einmitt ofarlega við hægra eyrað. Biggs heldur áfram og segir að þegar kúlan hafi strokist við eyra Trump beygi hann sig niður ákalli guð.

Í þættinum segir Biggs jafnframt að Trump muni fara með sigur af hólmi í kosningunum og að ættjarðarvinir muni flykkja sig um Trump, mæta á kjörstað og greiða honum atkvæði sitt.

Í myndbandinu má heyra og sjá Biggs lýsa þessum ótrúlega spádómi en hann byrjar að lýsa þessu á 11 mínútu myndbandsins sem sjá má hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila