Evrópusambandið gæti vel verið leiðandi í heimsviðskiptum en eins og staðan er nú er pólitísk forysta í Evrópu of veik til þess að svo gæti orðið. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu sem hlusta má á í spilaranum hér að neðan.
ESB hefur ekki tekið forystu við alþjóðlegar áskoranir
Jón Baldvin benti á að Evrópusambandið, þrátt fyrir að vera eitt stærsta efnahagssvæði heims, hafi ekki sýnt næga pólitíska forystu til að takast á við alþjóðlegar áskoranir. Hann nefndi sérstaklega innrás Rússlands í Úkraínu sem dæmi um atburð sem hefði átt að krefjast mun sterkari sameiginlegrar viðbragða frá Evrópu. Hann gagnrýndi evrópska leiðtoga fyrir að bregðast seint við ástandinu og sagði að ESB væri pólitískt „impotent“ eða vanmáttugt þegar kom að því að bregðast við miklum áskorunum.
Varar við endukomu Donalds Trump
Jón Baldvin vísaði einnig til Donalds Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og varaði við því að endurkoma hans til valda, gæti haft alvarleg áhrif á stöðu Evrópu. Trump hafi ítrekað gagnrýnt NATO og lýst yfir vilja til að draga Bandaríkin úr varnarbandalaginu. Ef það gerist sagði Jón Baldvin, myndi Evrópa standa ein eftir, án bandarískrar aðstoðar og varnarstyrks sem hefur verið lykilþáttur í stöðugleika álfunnar.
Trump hefur lagt áherslu á frið og lagt áherslu á að stöðva stríð
Arnþrúður benti á móti á að Trump legði áherslu á frið og hefði til að mynda ekki hafið nein stríð þegar hann sat sem forseti. Hann myndi líklega ekki taka ákvörðun um að yfirgefa NATO nema að vel athuguðu máli og þá einnig með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi væru þegar að því kæmi.
Jón sagði að samskipti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins væru mikilvæg og horfa þurfi á málin út frá því samhengi.
Vantar pótíska forystu hjá Evrópusambandinu
Þrátt fyrir að Evrópusambandið væri efnahagslegt stórveldi, sagðist Jón Baldvin ekki sjá skýra pólitíska forystu þar innanborðs. Hann nefndi Þýskaland, Frakkland sérstaklega sem ríki sem ættu að leiða sambandið í miklum alþjóðamálum en þar væri forystan ekki nægilega sterk. Hann sagði að Evrópusambandið hefði getu til að verða miklu sterkara pólitískt afl en vantaði pólitíska samstöðu og stefnu til að nýta þá getu.
Evrópusambandið gæti leitt heimsviðskiptin
„Evrópusambandið gæti leitt heimsviðskiptin og verið sterkur pólitískur þátttakandi á heimsvísu, en skortir forystu til að nýta þessa stöðu til fulls,“ sagði Jón Baldvin.
Jón Baldvin lagði áherslu á að Evrópusambandið yrði að taka sig á og styrkja pólitíska stöðu sína til að geta staðið á eigin fótum, sérstaklega í ljósi óvissu um framtíðarsamskipti við Bandaríkin.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan