Starfshópur vill auka gagnsæi og valdefla almenning

Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins sem ætlað var að skila skýrslu um hvernig efla mætti traust almennings til stjórnsýslunnar telur mikilvægt að gagnsæi verði aukið og að almenningi verði gefið aukið vægi þegar kemur að ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu hópsins sem birt var í gær. Í skýrslunni segir einnig mikilvægt að hagsmunaverðir, sem í daglegu tali eru kallaðir lobbýistar verði gert að skrá sig. Tregða í upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla af hálfu hins opinbera er einnig umfjöllunarefni skýrsluhöfunda og er lagt til að bætt verði úr þeirri tregðu. Þá leggur hópurinn til að stjórnvöld setji sér skýr markmið um aukið samráð við almenning um stefnumótun, undirbúning löggjafar og annara mikilvægra ákvarðana. Skýrsluna má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila