Það eykur mjög á flækjustig átakanna á Gaza hvernig Íran hefur blandast inn í átökin með því að styðja hryðjuverkasamtökin Hamas og staðan því mjög flókin og erfið úrlausnar. Þetta segir Stefán Pálsson sagnfræðingur en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í Síðdegisútvarpinu sem hlusta má á í spilaranum hér að neðan.
Íran styður Hamas með hernaðarlegum og fjárhagslegum stuðningi
Staðan á Gaza er mjög alvarleg, þar sem Ísraelsstjórn hefur hert stefnu sína gegn Palestínumönnum og hafnað tveggja ríkja lausninni, sem áður var talin raunhæfasta leiðin til að ná friði. Í þessu ástandi hafi Íran blandast inn í átökin, þar sem landið hefur lengi stutt Palestínumenn og þá sérstaklega hryðjuverkasamtökin Hamas, með bæði hernaðarlegum og fjárhagslegum stuðningi. Þessi þátttaka Írans hafi aukið spennuna enn frekar, þar sem Ísraelsstjórn hefur litið á Íran sem einn helsta óvin sinn í Miðausturlöndum.
Íran hefur útvegað Hamas hergögn og veitt þeim þjálfun
Stefán benti á að með því styðja Hamas, hefur Íran haft veruleg áhrif á hvernig átökin hafi þróast. Íran hefur meðal annars útvegað Hamas hergögn og þjálfun, sem hefur gert samtökunum kleift að halda uppi árásum á Ísraelsk skotmörk. Þetta hafi undið upp á sig og gert flókið ástandið enn flóknara, þar sem Ísrael hefur svarað með hörðum hernaðaraðgerðum, þar á meðal loftárásum á Gaza, þar sem meðal annars borgaraleg mannvirki hafa orðið fyrir barðinu, með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu.
Friðarviðræður nánast ómögulegar
Þá segir Stefán að þrátt fyrir alþjóðlegar tilraunir til að miðla málum, hafi árangurinn verið lítill sem enginn. Stefán bendir einnig á að með harðnandi afstöðu Ísraels og vaxandi þátttöku Írans sé friður enn fjarlægari. Á meðan horfir alþjóðasamfélagið á áhyggjufullt þar sem þessar flóknu tengingar milli landa og hópa geri friðarviðræður nánast ómögulegar.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan