Stefanía Jónasdóttir: Nei og aftur Nei!

Stefanía Jónasdóttir skrifar:

Vandið val á forseta, veljið þann sem vill vernda og passa upp á gullin okkar og þannig forseta ætla ég að kjósa.

Nei nr. 1: Auðvitað vill ríka, freka spillingarelitan fá Katrínu Jakobsdóttur fyrir forseta, viðhalda skal spillingunni. Mætti segja mér að samið hefði verið við stjórnvöld: „Við kjósum þig, Katrín, ef þú nýtir ekki málskotsréttinn gegn okkar vilja.“ Kæmi ekki á óvart.

Hér kemur brotabrot af afrekaskrá Katrínar: Fóstureyðingarlög, hjálparlög til atvinnumála kvenna, opin landamæri, landið selt eða gefið, útgefin vegabréf á færibandi, búið að fylla landið af alls konar fólki sem enginn veit nein deili á. Allir sjóðir tómir, ríkissjóður rekinn á lánum, sem sagt gjaldþrota. Samtökin 78 sett á ríkisstyrk en Múlalundur eyðilagður, of dýr í rekstri undir þinni stjórn. Svik við öryrkja og aldraða en sjálf á ofurlaunum. Montráðstefna sem kostaði um og yfir tvo milljarða, vopnakaup, stríðsrekstur, uppbygging í öðrum löndum, bara ekki hér heima.

Ógeðfelld kynjabók í skólana, endalaust kynjatal. Þykist sem forseti ætla að passa upp á tungumálið okkar en settir samt í lög kynlaust hrognamál, segist líka ætla að passa upp á Ísland gagnvart alþjóðalögum, þú sem ert búin að hlaupa um heiminn til undirskriftar á lögum annarra ríkja og innleiða hér. Þú hefur elt glæpasamtökin SP, WHO og Davos og þótt þú breytir nú um ásýnd og talanda, og gerist bljúg og auðmjúk, þá virkar það ekki á mig, traustið er horfið, en ég mæli með að þú fáir Edduverðlaunin fyrir leiklist. Þú ert Davos-forseti, svo enn og aftur nei.

Nei nr. 2: Höllu Hrund treysti ég ekki, skrif hennar i Vísi þar sem hún talar um að fá erlenda fjársterka aðila til þess að leigja nýtingu á auðlindum okkar, – hún áttar sig ekki á að það endar með sölu til þessara aðila, eins og hefur sýnt sig. Það virkar ekki á mig þó að hún fari mikinn með að hafa alist upp í blokk, sé úr sveit og spili á harmonikku – en samt með hausinn og metnaðinn erlendis. Hún þarf að svara því hvort hún myndi skrifa undir sölu á Landsvirkjun. Hún er Davos-forseti, svo nei.

Nei nr. 3: Höllu Tómasdóttur vil ég ekki því þar er aftur áherslan á erlendis. Vá, hefur svo mikla reynslu á því sviði. Ég þarf ekki þannig forseta, Davos-forseti og nei.

Ég óska mér forseta sem ber í hjarta sér íslenska þjóð og land og mun nota málskotsréttinn til varnar gegn óhæfu og spilltu Alþingi. Ég þarf ekki erlendis-forseta, eina sem hann þarf er að kunna sig í heimsóknum erlendis. Hvað er svona erfitt við það að vera sjálfstæð friðsöm þjóð? Við eigum fiskimið, bændur sem skaffa okkur mat, eftirsóttar auðlindir, vatn, orku og yndislegt landflæmi, svo að ég spyr aftur: Hvað er svona erfitt við það að vera sjálfstæð þjóð? Af hverju látið þið græðgina og spillinguna ráða för? Hættið að elta alþjóðalög, hugið að okkar lögum, landi og þjóð.
Innrætið komandi kynslóðum að þær eigi land og haf til að varðveita, því að landlaus verðum við ekki þjóð. Miðað við núver- andi ástand er auðvelt að ná af okkur landinu, þetta vita útlendingarnir.
Vandið val á forseta, veljið þann sem vill vernda og passa upp á gullin okkar og þannig forseta ætla ég að kjósa mér: Arnar Þór Jónsson. – Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf

Höfundur býr á Sauðárkróki.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila